Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Vangaveltur.

Þvílík forréttindi er það að búa á landi sem hefur slíkan fjölbreytileika eins og Ísland,fjölbreytileikinn birtis í mörgum myndum hér á landi. Við erum að verða fjölþjóðaþjóðfélag,sem gefur okkur breytilega menningu,við erum á góðri leið með að verða hástétta ?,miðstétta? og lástétta? þjóðfélag nokkuð sem maður varð ekki svo mikið var við hér áður fyrr. Hér eru stéttir manna sem hafa efni á að kaupa sér 200-300 milljóna villur og keyra um á 15-20 milljónir.bílum og á milli landa fara þessar fjölskyldur ekki öðruvísi en í einkaþotum,ferðast ekki með hinum vesalingunum,og eru þar að auki með lífverði.Millistéttin er væntanlega fjölmennust,og sennilega fæstir þeir sem ekki hafa til hníf og skeiðar.Ég set spurningamerki við hástétta,millistétta og lágstétta þjóðfélag, ,en aurar eiga ekki að flokka fólk í hópa,það er enginn mælikvarði,menningin hlýtur að liggja í manninum sjálfum,hvernig hann hagar sínu daglega lífi og framkoma hans við náungan.Fjölbreytileikinn birtist einnig í heilbrigðis kerfinu,sjúkur maður leggst inn á spítala og fær að vera það í nokkra daga,hvað gerist svo hann er sendur á annan spítala út á land,fjölskyldan getur erfilega heimsótt viðkomandi þetta kallar maður fjölbreytileika.Þegar við verðum eldri,hvað gerist þá, við komum okkur á elliheimili,því við viljum eiga góð róleg ár með makanum,við erum búin að gera ekkar fyrir þjóðfélagið og eigum siðferðilega rétt á þægilegu lífi í ellinni. Maður er búin að sofa í sama rúmi og maki manns í 60-70 ár, en þetta breytist allt þegar við verðum gömul, við þurfum ekki einu sinni að sofa í sama herbergi,því okkur er úthlutað sitthvort herbergið,og allt í einu erum við farin að sofa hjá einhverju ókunnugu fólki sem við þekkjum ekki neitt,þetta er fjölbreytileiki "ég hlakka til". Veðrið er fjölbreytilegt,við vitum aldrei hvernig við eigum að vera klædd,því veðrið breytist 3-4 á dag,sól,skýjað,rok rigning allt á einum degi .Ástæðan fyrir skrifum mínum sem hafa farið langt út fyrir það efni sem ég ætlaði að skrifa um er fjölbreytileiki himinsins. Ég horfði í átt til Snæfellsjökuls um miðnætti í gærkvöldi,ég var agndofa vegna fjölbreytileika og fegurðar himinsins,ég var að horfa á lifandi málverk,þvílík fegurð ,þar mynduðust heilu borgirnar í allri sinni mynd og í allri sinni litafegurð,ég gat varla slitið mig frá þessu, það eru forréttindi að búa á landi sem bjóða uppá svona fegurð.Joyful

 

 


Matareitrun á erlendri grund.

Ég las í blaði fyrir nokkrum dögum grein um matareitrun og þjófnað á erlendir grund. Þar voru talin upp nokkur lönd þar sem mestur þjófnaður  var og mesta matareitrunin er.Þau lönd sem mest hætta var á að fá sýkingu og matateitrun var á Spáni,Kanaríeyjum (sem er Spánn) Taílandi og Austur-Evrópu. Ég ætla ekki að tala um önnur lönd en Spán þar sem ég þekki best til.þegar gerðar eru svona kannanir þá verður að taka með í reikninginn þann fjölda ferðamanna sem heimsækir landið árlega og á Spáni þá er ferðamannafjöldinn um 58 miljónir á ári, og það segir sig sjálft að fólk fær í magann á Spáni vegna þess að þar eru flestir ferðamenn,annað væri óeðlilegt, ferðamenn fá ekki í magann í löndum þar sem ferðamenn eru óverulegir.Svo er annað mál af hverju fá ferðamenn sýkingu í maga,þar sem ég hef unnið sem leiðsögumaður á Spáni og Portúgal í um 20 ár, þá hef ég þurft að eiga við svona magakveisumál oftar en einu sinni,það sem ég hef ráðlagt mínum ferðamönnum í gegnum árin er það að :við erum að koma frá köldu landi þar sem við þurfum ekki að drekka nein gríðina ósköp,en þegar við komum í heitari lönd þá þurfum við meiri vökva, en við verðum að fara varlega fyrst til að byrja með, vegna þess að maginn er ekki vanur að sulla saman,:bjór,rauðvíni,kók,kaffi vatni jafnvel ís og klaka þar að auki út í drykkina, síðan liggjum við eins og skötur í sólinni líkaminn hitnar og við köstum okkur til sunds í ískalt vatnið og það er sama hvort við erum nýbúin að borða og drekka eða ekki,þá fyrst gefur maginn sig. Ég man mín fyrstu ár Spáni,þá fóru Spánverjar ekki í sund eða í sjóinn fyrr en 2-3 klukkutímum eftir að þeir voru búnir að borða þetta var gert til þess að maginn fengi frið til að melta matinn,og þetta ættu allir að hafa í huga.Síðan á auðvitað að velja matarstaðina,ekki fara inn á hvaða stað sem er sem er á ströndinni ,ég hafði það alltaf fyrir reglu að fara inn á salerni til að athuga hvort rennandi vatn væri til staðar á viðkomandi veitingarstað, þá fannst mér í lagi að borða þar.þetta var reyndar hér áður fyrr,það er allt svo breytt í dag.Varðandi þjófnað þá væri gest fyrir ferðamenn að vera ekki með of mikla peninga á sér og konurnar ekki að vera með of mikið af skartgripum.Þetta læt ég duga í bili en ég á eftir að segja ykkur frá einni skemmtilegri sögu sem kom fyrir einn góðborgara hér í bæ,saga er honum til hrós,en það verður seinna.

Alþjóðleikar unglinga.

Ég var að koma af setning alþjóðleika unglinga " 41st International children´s games"sem var haldin var á Laugardalsvelli.Rosalega var ég stolt fyrir hönd Íslands að halda svona glæsilega opnunarhátíð,allt gekk svo vel,flott innganga hjá öllum og ekki sérstaklega hjá okkar fólki.Skemmtiatriði voru skemmtileg,allt var vel æft hvergi voru mistök,Vilhjálmur borgarstjóri og þeir sem stóðu að skipulagningunni mega vera stoltir.Þar var stiklað á stóru hvað varðar sögu okkar þjóðar,víkingar þrömmuðu um í öllu sínu veldi,grýlur sáust líka einnig svífandi dísir. Fimleikafólk léku listir sínar,galdramenn og margt margt fleira. Regína Ósk söng lag sem sérstaklega var búið til fyrir leikana,og það gerði hún vel að sjálfsögðu.Þar sem við eigum svo mikið af glæsilegu íþróttarfólki, þá vonast ég til þess að landsbúar venji komu sína þessa dagana á Laugardalsvöllinn og Laugardalslaugin til að horfa á krakkana keppa, þau hafa lagt mikið á sig og eru að keppa fyrir Íslands hönd,við skulum styðja við bakið á þeimHappy
mbl.is Sumarhátíð og alþjóðaleikar í Laugardal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinsælir bloggarar fá greitt fyrir að blogga.

Er þetta það sem koma skal,að þeir sem eru vinsælir bloggarar,(ég er ekki ein af þeim,smá öfund ég mundi örugglega ekki neita nokkrum krónum) verði atvinnubloggarar, og fá greitt fyrir. Ég veit ekki hvort sú þróun sé rétt,við erum jú að blogga vegna þess að okkur þykir gaman af þessu,það var enginn sem bað okkur að byrja að blogga.Ef vinsælu bloggararnir fá borgað fyrir eins og þeir gera í Svíþjóð,þá er spurning hvort blogg missi ekki marks,fara ekki allir að reyna að blogga eins og Ellý,eða Egill,til að ná vinsældum og til að fá krónur í vasann.Verður samkeppnin í bloggheiminum ekki töluverð,bloggarar fara að bera saman tölufjölda hve margir koma inn á síðuna hjá hverjum og einum.Eitt ættum við að hafa í huga,hverjir eru vinsælir bloggarar og hverjir koma til með að fá greitt,það eru þeir sem eru þekktir í þjóðfélaginu,þ.e.a.s. þeir sem eru tengdir fjölmiðlum á einhvern hátt,og við hin verðum að sætta okkur við það.

Bílastæði öryrkja og letingjar.

Ég var að koma úr einum af stórmörkuðum bæjarins,sem er ekki frásögu færandi. Þegar ég var að leggja mínum bíl löglega í eitt af bílastæðunum kom bíll brunandi eftir bílastæðinu og sá ég að undir stýri sátu tvær ungar og fallegar stúlkur,ég veiti þessum bíl ekki meira athygli en þegar ég sá hvar hann leggur í stæði fatlaða þá fer ég að hugsa nú þær eru fatlaðar,gott að það var laust stæði fyrir fatlaða, en þegar þessar tvær fallegu dömur stíga út úr bílnum leggjalangar á háum hælum, þá eru þær ekki líkamlega fatlaðar,heldur alheilbrigðar,hvort þær hafi ekki kunnað að ganga langar leiðir á háum hælum þess vegna þurftu þær að leggja í bílastæði fatlaða sem var næst versluninni eða voru þær hrint og beint letingjar sem ekki bera virðingu fyrir þeim sem ekki eru jafn heilbrigðir og þær sjálfar.Spurningin er hver er fatlaður og hver er ekki,nennum við sem eigum að teljast ófötluð,virkilega ekki að ganga nokkur spor og leggja bílum okkar í þau stæði sem er okkur ætluð,sem í þessu tilfelli var nóg af,bílastæði fyrir fatlaða eru yfirleitt ekki fleiri en 1-2. Ég get verið dálítið óforskömmuð stundum,því ég mætti stúlkunum inni í versluninni og ég ókvart fyrir þær með vagninn minn og ég sagði við þær fyrirgefið þið eruð fatlaðar ég skal færa mig,ég veit að þetta var ljótt af mér en ég réði ekki við mig.Shocking

Akureyri-Keflavík og innanlandsflug.

Nú mega Akureyringar vera kampa kátir,þetta kemur til með að vera mun þægilegra fyrir þá að ferðast í framtíðinni,og ég er glöð fyrir þeirra hönd.Þetta flug Akureyri-Keflavík gerir það að verkum að ferðakostnaðurinn minnkar, ekki þarf á næturgistingu í Reykjavík,ekki þarf leigubíl á milli innanlandsflugs og hótelsins og ekki þarf að borða þennan dag sem dvalið er í Reykjavík og ekki þarf á rútu að halda til að komast til Keflavíkur.Í mínum huga er þetta byrjunin á því að færa innanlandsflug til Keflavíkur,og ég er algjörlega á móti því,eins og ég bendi á þarna erum við Reykvíkingar strax farin að missa störf. Ég tek það fram að mér finnst að við eigum að gera allt til þess að gera auðveldara fyrir landsbyggðina til að ferðast hingað til Reykjavíkur og til Keflavíkur, en það eru ekki bara landsbyggðafólk sem ferðast þessa leið það erum líka erlendir ferðamenn.Ef innanlandsflug verður fært til Keflavíkur þá missum við mikið af störfum,ég ætla enn einu sinni að rifja upp úr fyrri bloggi mínu um innanlandsflug. Við missum vinnu og tekjur úr ferðamannageiranum þ.e. HÓTEL,VEITINGASTAÐIR,LEIGUBÍLAAKSTUR, VERSLUN AF ÝMSU TAGI SKOÐUNARFERÐIR Í RÚTU, MINNKUN AÐSÓKN Á ALMENNINGSSÖFN T.D. ÞJÓÐMINJASAFNIÐ OG ÁRBÆJASAFNIÐ SUNDLAUGAFERÐIR OG AÐSÓKN Á LÍKAMSRÆKTARSTÖÐVAR,BÍÓFERÐIR. Þetta er bara hluti af því sem ég man í augnablikinu,ég er sjálf að vinna með ferðamenn og er ég að rifja upp þær spurningar sem ég fæ dags daglega frá erlendum ferðamönnum.Akureyri - Keflavík er gott mál svo framarlega sem það er ekki byrjunin á því að færa innanlandsflug til Keflavíkur,ég segi stopp.Innanlandsflug áfram í Reykjavík.


mbl.is Fyrsta flug Icelandair frá Akureyri til Keflavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Buxur sem lafa.

Ég get ekki séð að einhver bæjarstjóri í Bandaríkjunum geti bannað þegnum sínum að ganga í buxum sem lafa,en hitt er annað mál að það er ekki það smekklegasta sem maður sér, nærföt viðkomandi. En eitt er ég hissa á það er smekkur unga fólksins í dag,því ég álít að þessar buxur séu hannaðar fyrir þá sem er sérlega illa vaxnir,þeir sem ganga í þessum ósköpunum hljóta að vera að fela eitthvað,kannski ljótan afturenda,eða ljótar lappir hver veit, allavega er þetta ekki til að sýna vel vaxinn og stæltan líkama sem má vel sýna.Wink
mbl.is Bandarískur bær vill banna buxur sem lafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Offita barna.

Það er dálítið strangt til tekið þegar sagt er að foreldrar vanræki börnin sín þegar þau verða of feit,eru börnin ekki frekar ofalin.Þetta getur orðið að þjóðfélags vandamáli ef ekki ekki er tekið á vandanum.Það er svo mikill hraði í flestum þjóðfélögum og lítill tími fyrir hvern og einn þannig að hinn góði heimatilbúni matur verður sjaldnar á borðum,þá er gripið til skyndimatar,og hann fitar örugglega meira en annað. Einnig er það orðið svo að börn leika sér ekki úti,þau leika sér frekar á tölvur og horfa á sjónvarpið.Mér finnst það vera skylda okkar foreldranna að sjá til þess að börnin hreyfi sig og stundi einhverjar íþróttir,en íþróttir krefjast stöðulyndi,því ekki er nóg að fara einu sinni,það verður að stunda þær til að fá einhvern árangur og hreyfing er það besta fyrir börnin okkar svo að þau falli ekki í þá grifju að fitna,það er nógur tími til þess.


mbl.is Offita barna ætti að teljast vanræksla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ódýrar íbúðir,í Skuggahverfi.

Er ekki í lagi með stóran hóp þjóðfélagsins,íbúð fyrir 230 milljónir,það verða örugglega margir sem fá sér þvílíka íbúð,allavega einhverjir úr Seðlabankanum og aðrir sem ekki þurfa að spara til að  kaupa íbúðina heldur slengja fram 230 milljónum á borðið. Þetta er ekki stór hópur því miður,hann mætti vera stærri gott væri ef 95-100% af þjóðinni hefði efni á þessum kaupum.GetLost
mbl.is Dýrasta íbúðin á 230 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæm þróunn.

Slæmt er að vita af því að 14 einstaklingar voru teknir fyrir ölvunarakstur,hvað er að gerast er þetta ekki of mikið,og ekki er þetta aldurstengt því frá 20-50 ára aldri voru þessir höfðingjar og dama.Ég veit ekki hvort þetta kallist að vera sniðugur og halda sig aldrei nást,eða eru þetta einfaldir bjánar sem leggja líf sitt og annarra í stórfellda hættu.Ég held að þið sem leggið þetta í vana ykkar að keyra undir áhrifum áfengis ættuð að hætta þessu og hugsa aðeins um umhverfið í kringum ykkur,þetta á líka við ykkur hina sem keyrið eins og brjálæðingar um götur borgarinnar og á vegum úti á landi,líf ykkar getur ekki verið svo slæmt að það sé þess virði að vera með einhverja sjálfseyðingarhvöt undir stýri.Þið eruð kannski heppin einu sinni en í næsta skipti getur líf ykkar breyst til muna,kannski bíður hjólastóll eftir ykkur,rúmlega það sem eftir er af ævinni eða þið eigið á samviskunni líf einhvers sem hefur lent í slysi við ykkur."Gott er að hætta hverjum leik þá hæst fram fer".(Hallgrímur Pétursson)
mbl.is Fjórtán teknir fyrir ölvunarakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband