Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Íslendingar með öðrum smáþjóðum, og 41st International Childrens Game

Til hamingju Íslendingar,þetta er glæsilegur árangur íslenska liðsins sem var að keppa í ýmsum íþróttagreinum á smáþjóðaleikunum í Mónakó um helgina,auðséð er að íslendingar eru á heimavelli þegar keppt er með öðrum  smáþjóðum. Við íslendingar erum smáþjóð hvort sem okkur líkar betur eða verr,það sýnir sig þegar við erum í samkeppni við aðrar smáþjóðir þar stöndum við okkur mjög vel, en þegar kemur að samkeppni við stórþjóðir þá er ekki hægt að eiga von á  sama árangri,við hugsum stórt og gerum okkur ef til vill ekki grein fyrir smæð okkar.Dagana 20-25 júni verða haldnir hér í Reykjavík 41st Alþjóðlegir leikar ungmenna,þessir leikar hafa verið haldnir árlega síðan 1968 og eru þeir viðurkenndir af Alþjóða Ólympíunefndinni frá árinu 1990.Hingað koma tæplega 1200 ungmenni frá um 54 löndum  til að keppa í hinum ýmsu íþróttagreinum, t.d. sundi,fótbolta,hanbolt, frjásar íþróttir ,golfi,júdó ,badminton og fl..það verður spennandi að fylgjast með unga fólkinu okkar sem keppa fyrir Íslands hönd á þessum leikum. Ef einhver hefur áhuga á að lesa meira um þessa Alþjóðleika ungmenna þá er heimasíðan www.icgreykjavik.is
mbl.is Smáþjóðaleikarnir: Ísland í öðru sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykingaleyfi og reykingabann.

Hvernig eiga danskir þingmenn að geta tekið ákvörðun um nokkurn hlut ef þeir geta ekki tekið einróma ákvörðun um að leyfa ekki reykingar í danska  þinghúsinu. þeir taka ákvörðun um að ekki megi reykja á veitingarstöðum og skemmtistöðumen, en þeirra eigin vinnustaður er undanskilinn þessari ákvörðun, að þeir skuli leyfa reykingar í einu sér herbergi þetta er bara móðgun við dönsku þjóðina ,þarna eru þeir að stuðla að óbeinum reykingum hóp fólks,ég er alveg gáttuð,hvernig geta þeir horft framan í  þjóðina sína.GetLost

 


mbl.is Reykingar í danska þinghúsinu sagðar bera vott um tvöfalt siðgæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir fyrir einn.

Þessi hefur keypt tvo jeppa og tvö skráningarnúmer á sama verði og einn,ekki er hægt halda annað,þvílík heppni eða allt vel úthugsað.Þetta er bara eins og HAPPY HOUR sem er víðast hvar á börum erlendis, kaupir einn drykk og færð annan ókeypis.Sniðugur,en ólöglegt.Wink
mbl.is Með tvo eins bíla á sama skráningarnúmerinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinnuálag í Japan

Eitthvað hlýtur að vera að vinnulöggjöf í Japan þegar vinnuálag er orðið það mikið að starfsmenn þurfa að grípa til svona örþrifaráða,það ættu að vera vaktaskipti á vissu millibili á svona miklum álagstörnum,ekki vantar mannskap í Japan.Ég hef reyndar heyrt að Japanir fái aðeins 2 vikur í sumarfrí á ári, það finnst mér mjög lítið, þeir eru ef til vill  ánægðir með þetta,því þeir eru svo öguð þjóð.
mbl.is Veitti sér áverka til að fá veikindafrí í nokkra daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Naflastrengur prinsessu.

Þetta finnst mér framför og í raun ættu allir foreldrar að eiga þess kost að geyma stofnfrumu úr naflastreng barna sinna,þarna er krónprins og krónprinsessa Spánar að vinna með lækna vísindunum.Þetta er mjög skynsamlegt hjá þeim Felipe og Letizia.Vitað er að í gegnum árin hafa meðlimir Borbon fjölskyldunnar verið með ýmis veikindi og fæðingafrávik. Ef við tökum nærtækustu dæmin þá er yngri systir Juan Carlos konungs blind. Alfonso X langafi prinsins var mikill kvennabósi(sem ekki flokkast undir veikindi) allavega þá átti hann enska prinsessu að eiginkonu, þau eignuðust  þrjá syni og nokkrar dætur, sá elsti sem átti að taka við völdum lést í bílslysi, síðan afsalaði Jaime sér völdum en hann var næst elstur,vegna þess að hann var heyrnalaus og mállaus þá kom faðir Juan Carlos næstur en einsog margir vita þá varð hann aldrei konungur .Borbon fjölskyldan hefur alla tíð gifst mikið innbyrðist, og hver veit hverning fjölskyldan  hefur þróast.


mbl.is Naflastrengur prinsessunnar geymdur þvert á landslög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innanlandsflugvöllur

Nú hefur nýr samgönguráðherra tekið við völdum og rökræður um Innanlandsflugvöllinn byrjaðar aftur,þetta er málefni sem kemur til með að kosta þjóðina töluverðar upphæðir,hvort sem völlurinn verður áfram eða færður.Ef hann verður áfram þá getur hann ekki verið í þeirri ómynd sem hann er í núna,og sú aðstaða sem boðin er uppá fyrir farþega er til skammar,þetta verður að laga og það strax, ég hef heyrt að vélar sem eiga að lenda verða að sveima í loftinu í smá tíma vegna þess að ekki er pláss nema fyrir viss marga farþega inni í flugstöðvabyggingunni. Ég er gjörsamlega á móti því að fara með flugvöllinn til Keflavíkur,af hverju eigum við Reykvíkingar að færa suðurnesjum á silfurfati alla þá þjónustu sem er í kringum Reykjarvíkurflugvöll, þ.e. rútuakstur,leigubílar,hótel,veitingar,verslun, starfsfólk sem vinnur við flugrekstur , eins og t.d.viðhald,innritun,bókun,hleðslu svo eitthvað sé nefnt,höfum við Reykvíkingar svona yfirleitt efni á því að færa þessa atvinnu til Keflavíkur,þetta telur þúsundir starfa.Nei,við eigum að halda vellinum áfram í Reykjavík.
mbl.is Ekki eining innan Samfylkingar um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

N um Silfur Egils.

Maður spyr sig,hvað liggur á bak við þessar ásakanir,er það ef til vill vegna þess að 365 Miðlar eru að missa einn af vinsælustu sjónvarpsmönnum þjóðarinnar, það  er auðvitað alltaf erfitt fyrir fyrirtæki að sjá eftir góðu starfsfólki og hvort sem Egill er góður starfsmaður eða ekki þá er hann með afburða áhugaverða og skemmtilega þætti, en maður kemur í manns stað,og 365 Miðlar geta varla lagt sig svo lágt að vilja vera með mann innanborðs sem er búinn að ráða sig til annars fyrirtækis.
mbl.is Deila um hvort Egill hafi verið búinn að semja við 365
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Silfur Egils

Ég hef ekki trú á því að Egill sé að gera neitt ólöglegt,og ég trúi því ekki að 365 miðlar vilji hafa mann í vinnu sem hefur ráðið sig á nýjan stað.Ég man ekki betur en að þetta hafi verið eitthvað svipað þegar Sirrý réði sig á Stöð 2,hún var með samning á Skjá 1 eftir því sem ég man best,en samt fór hún að vinna fyrir Stöð 2.Ég óska Agli góðs gengis á nýjum stað.
mbl.is 365 miðlar hóta Agli lögbanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykingabann á skemmtistöðum.

Ég er ein af þeim sem fagna reykingabanni á skemmtistöðum en ég skil vel að þetta er erfitt fyrir þá sem reykja,ég sá í fréttum í gær frá veitingarstað þar sem búið var að koma upp tjaldi fyrir reykingarfólk með stólum og borðum það fannst mér vel gert og ætti í raun að koma upp slíkri aðstöðu á fleiri stöðum, því ekki viljum við úthýsa reykingarfólk alveg þetta er jú fólk eins og við hin sem ekki reykjum og þau mega ekki fá það á tilfinninguna  að þau séu annars flokks fólk.Það er alltaf að verða algengara og algengara að banna reykingar á veitinga og skemmtistöðum og hvað mig varðar þá sniðgeng ég þá staði sem leyfa reykingar,þannig að ég fagna mjög.Happy

 


mbl.is Hvað mega veitingamenn gera fyrir reykingamenn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann Steingrímur í VG.

Hann Steingrímur er hæfileikaríkur maður,ég sat inn í stofu í gærkvöldi  og horfði á umræður frá Alþingi  og hef sjaldan skemmt mér eins vel ,Steingrímur fór á kostum, ég vissi ekki á tímabili hvort ég væri að horfa á leikþátt  í leikhúsi eða Alþingis umræður, ekki er því að neita að hann er með eindæmum orðheppinn maður.En hann verður að passa sig, þvílíkt ergelsi og vanlíðan vegna þess að VG komust ekki í ríkisstjórn,ég hef ekki meira að segja hvað þetta varðar en MAÐUR HELDUR MIG SIG. 


« Fyrri síða

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband