Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Af hverju á hinn almenni skattborgari að greiða fyrir þetta ?

Ég spyr,af hverju á ég að greiða fyrir fangavist erlendra fanga hér á landi? Ég borga mína skatta og skuldir og mér finnst allt í lagi að greiða fyrir fangavist íslenskra ríkisborgara og til að hjálpa þeim að bæta ráð sitt, en þegar mínir skattpeningar fara í að halda uppi fangelsum fyrir glæpagengi sem kemur hingað til lands í þeim tilgangi að ræna rupla og selja eiturlyf,þá segi ég hingað og ekki lengra. Það á að senda þetta lið heim til sín og láta þá afplána  sína dóma  í sínu heimalandi.
mbl.is Gæslufangar flestir erlendir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg öruggt mál..

Ég mundi segja að ungdómurinn og þeir sem ánetjast tölvum verða ekki bara tölvufíklar heldur koma þeir til með að einangrast algjörlega.Framtíðin verður meðferðaheimili fyrir tölvufíkla og kennsla í almennum samskiptum.Þetta er grafalvarlegt mál.Þegar börnin okkar fara ekki lengur út til að hitta vinina,heldur tala við sína kunningja í gegnum tölvur.
mbl.is Tölvufíkn veldur brottfalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég var klukkuð.

Ég veit varla hvað er að vera klukkaður,en hún Ragnhildur Jónsdóttir vinkona mín klukkaði mig um helgina og ég skal standa mína plikt.

Er venjuleg Reykjavíkurmær,ættuð frá Ísafjarðardjúpi og Eyrarbakka.

STÖRF:Hef ekki unnið mörg störf um ævina,aðeins þrjú.Ég var innanbúða í verslun foreldra minna frá því að ég man eftir mér öllum stundum.

Ég starfaði sem fararstjóri um 18-20 ára skeið erlendis  á Spáni og Portúgal,þ.e. Costa Del Sol,Benidorm,Mallorca og Algarve í Portúgal,þá var ég í eina 4-5 mánuði í einu , ég hef kynnst þessum löndum mjög vel og sögu þeirra og stórborgum,því að vera farastjóri er ekki bara að taka á móti Íslendingunum,það þarf að fara með þá í skoðunarferðir,eins og t.d. tveggja daga ferð til Lissabon,Sevilla og Cordoba og líka styttri ferðir,en þetta var mjög skemmtilegt starf ég gæti skrifað heila bók um ýmislegt sem kom fyrir.

Nú starfa ég fyrir Flugleiðahótel,er vaktstjóri í gestamóttöku Hótels Loftleiða og hef starfað þar í nær 20 ár,mjög skemmtilegt starf og fjölbreytilegt.Þar nýtist mín tungumálakunnátta ég tala fyrir utan íslensku,spænsku, ensku, frönsku  og skandinavísku.

HJÚSKAPASTAÐA: Er gift og á einn son,sem æfir sund hjá Sundfélaginu Ægir,og er á síðasta ári í grunnskóla.

BÚSETA: Fyrir utan Íslands.þ.e. Reykjavík þá hef ég búið 2 ár í Torremolinos Costa Del Sol,2 vetur við nám í Granada á Spáni og 2 vetur við nám í Montpellier í Frakklandi og 1 ár í Albufeira Portugal.

LESTUR: Hef rosalega gaman af því að lesa,er að þræla mér í gegnum Blóð Krists og Gralið Helga það er búið að taka heilan vetur og heilt sumar.Ég haf mjög gaman af spennusögum eins og t.d. eftir Arnald Indriðason ég hef lesið allar hans bækur,einnig Menkell,og nú er ég nýbúin að uppgötva James Patterson ég er að klára bók númer tvö eftir hann.

SJÓNVARP: Bara allt sem er gott,t.d. Silfur Egils,fréttir,spennuþættir,spurningaþættir.

ÚTIVERA:Ég skal nú viðurkenna það að ég er nú enginn sérstakur íþróttafíkill,ég fer í göngutúra og nýfarin að æfa sundleikfimi sem ég er mjög ánægð með.

MATUR:Ég hef mjög einfaldan smekk í mat,ítölsk kjúklingasúpa sem ég bý til,spænsk tortilla og paella,lambalæri þetta er allt matur sem ég er hrifin af.Og lakkrís ég er veik fyrir honum.

Ég er mjög róleg og ég tel yfirveguð manneskja,kann ekki að segja brandara og er svo jarðbundin að það þyrfti að lyfta mér upp með lyftara frá jörðu til að fara t.d. í fallhlíf eða í fjallaklifur svo eitthvað sé nefnt.Ég hef gaman af pólitík,enda hef ég starfað með einum flokknum í mörg ár.

Ég held ég láti þetta nægja,ég ætla að klukka einhverja,ég klukkaði Toshiki Toma,Önnu Kristjásdóttir og Þrym Sveinsson

Kær kveðja til ykkar sem lesið þetta

María Anna

 

 

 


Ekki bara unga fólkið,hinir eldri líka !

Það er örugglega ekki nein ein skýringa á drykkju hegðum Breta á sólarströndum,og ekki hef ég neina skýringu á henni.En eitt get ég þó sagt að það eru ekki bara ungdómur Breta sem drekkur,það eru líka þeir eldri.Ég hef tekið eftir því þegar ég hef farið í stórmarkað á Spáni að Bretar versla nær eingöngu vín,allar tegundir, kerran þeirra er yfirfull af áfengum  drykkjarföngum,það  sést varla matarbiti.

Það virðist vera einhver óeirð og óánægja hjá vissum þjófélagshópum í Bretlandi,því stór hluti þeirra sem kaupa sér húsnæði á sólarströndum og eyða ellidögum þar eru Bretar,einnig er drjúgur hópur Breta sem setjast að á sólarströnd og opna bar til að hafa lifibrauð,þar flykkjast aðrir Bretar og skapa einskonar Litla Bretland,þeir borða breskan mat,tala ensku og læra lítið sem ekkert í tungumálið viðkomandi lands,né þekkja menningu og siði landsins,það sem ég hef heyrst þegar ég hef spurst fyrir um þetta "fyrirbæri" þá eru þeir svo leiðið á veðrinu heimafyrir,alltaf rigning,en er það nóg ástæða?


mbl.is Bresk ungmenni sukka á sólarströndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki er mér skemmt yfir þessari frétt..

Þetta er eitt af snilldar fjárfestingum íslendinga,sem kemur til með að fara á hausinn, með ýmsa aðila hér á landi.Ekki vildi ég vera í sporum farþegana,ég heyrði í enskum fréttum í morgun að um 220 þúsund mann væru vegum XL erlendis,og það verður höfuðverkur að koma þeim heim.
mbl.is Forstjóri XL tárvotur í viðtali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta sæmandi fyrir forsetaframbjóðenda ?

Nei það finnst mér ekki,og langt frá því að vera málefnalegt.Ef þetta er það sem Bandaríkjamenn eru að kjósa yfir sig þá vorkenni ég þeim.Að nota svín og úldinn mat sem myndlíkingu er fyrir neðan allar hellur,og ég skil ekki hvernig hámenntuðum manni dettur í hug að láta svona út úr sér.Hann er kannski að sýna best með þessum orðum,vanhæfni sína sem ræðumann.Það er ekki nóg að koma með allskonar frasa (setningar) sem Kaninn klappar, æpir og gólar af ánægju yfir,þ.e.a.s. hópsefjun.Það verður held ég að vera einhver hugsun á bakvið,yfirvegun og traust framkoma,það finnst mér Barack Obama vanta,en nóg af slagyrðum slengt fram.
mbl.is Sakaður um kvenfyrirlitningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagna endurkomu Silfur Egils.

Í Silfri Egils sat fróður maður,Jónas Haralz fyrrverandi seðlabankastóri. Þar talaði maður með vit og mikla reynslu,og vert er að taka mið af því sem hann segir.Hann talaði af mikilli yfirvegun um inngöngu okkar í Evrópusambandið,og sagði að allt of mikið væri pexað um málið, engar niðurstöður fengjust nema með viðræðum.

Ég fór  að velta því fyrir mér eftir þáttinn,hvar væru svona hugsuðir í þjóðfélaginu núna í dag,sem tala máli sem ég og þú getum skilið.Ég held að nútíma þjóðfélagið í dag eigi ekki svona menn, nema þá sem eru sestir í helgan steinn.

Annað sem ég var að velta fyrir mér, það er engin furða þó eitthvað fari úrskeiðis,á meðan stofnanir , sem sjá um peningamál þjóðarinnar er einhverskonar endastöð fyrir fyrrverandi stjórnmálamenn þá er ekki von á góðu.Í staðin fyrir að ráða fólk með menntun samkvæmt stöðu þeirra .


Léttur á fæti,næst verður það fótbolti.

Nú er hann orðinn grannur,léttur og stæltur og getur byrjað aftur á sínu hobby.þ.e. að láta golfkúlur hverfa eina af annarri,eða hvað kannski ætti hann bara að athuga með fótboltavellina í kringum heimilið sitt,það er örugglega nóg af að taka,gaman gaman...Grin

 


mbl.is Með 13 golfkúlur í maganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugdólgar... ég er ekki sátt við að skilja þá eftir í Malaga !!!

Ég get ekki skilið hvers vegna er verið að koma ábyrgðinni á Spánverja og flugdólgarnir skildir eftir á Costa Del Sol, í Malaga,það átti einfaldlega að fljúga með þá til Faro því það er um klukkustunda flug frá Malaga til Faro.

Ég get vel skilið að þeir trufluðu flugfreyjur flugmenn og aðra farþega, og svona dólgsháttur á ekki að eiga sér stað um borð í vélum né annar staðar.En þar sem stutt flug er á milli þessara tveggja borga þá finnst mér að þeir hefðu átt að fara á loka áfangastað og fara í fangelsi í Portúgal.

Ég veit vel að ekki var lent í Malaga vegna flugdólganna,ferðaskrifstofur millilenda þar oft á tíðum,og hleypa farþegum út sem ætla sér að vera þar,þ.e.a.s. þegar ekki tekst að selja í fulla vél á hvorn stað fyrir sig,þess vegna var tækifærið nýtt og flugdólgunum kastað út og ábyrgðinni komið á fangelsis yfirvöld í Malaga.

Þetta minnir mig dálítið á þegar ég var að byrja að vinna sem fararstjóri,þá komu sumir farþegar svo að segja veltandi út úr vélunum,ofsa kátir eins og þegar nýbúið er að sleppa beljum út á tún á sumrin,en svo þegar líða tók á tímann róuðust þessir sömu aðilar og voru glaðir ánægðir og gaman að umgangast þá.

 


mbl.is Skildir eftir í Málaga vegna dólgsláta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerum Naustið að safni,t.d. víkingasafni !

Ég þá góðu og gömlu daga þegar vinsælt var að fara í Naustið,g góður matur og þægileg stemning,en draumurinn er búinn.Ekki hefur mér fundist vera við hæfi að vera með kínverskan veitingarstað  þar,húsið geymir miklar minningar og mikil menningar verðmæti.

Ég vona að þessir veitingamenn sleppi ekki svona auðveldlega,bara farnir úr landi,hver á að borga brúsann ?

Hvernig væri að snúa blaðinu við og búa til fallegt safn,minjasafn,víkingasafn,sjónminjasafn bara einhverja tegund af safni sem hæfir húsinu,ég er alveg viss um að það yrði vinsælt bæði hjá Íslendingum sem og ferðamönnum.


mbl.is Kínverjarnir farnir úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband