Bloggarar.

Ég las blogg hjá manni í dag, þar sem hann var að fárast yfir því hve vinsæll einn bloggari væri,þessi tiltekni bloggari var orðinn einn vinsælasti bloggari landsins.Þegar ég byrjaði að blogga þá vissi ég lítið um blogg,vissi bara að ég hef gaman af að rausa smávegis út í loftið um hitt og þetta, og þurfti að koma því frá mér.Ég vissi ekki þá að það virðist vera samkeppni á milli bloggara,hver fær mestu lesningu. Það er eflaust í lagi að hafa smá samkeppni,það þarf víst að vera samkeppni í öllu. Síðan las ég annað blogg, þar sem viðkomandi bloggari var að henda út bloggvinum vegna þess að þeir komu ekki nógu oft inn á síðuna,vissulega þýðir bloggvinur það að fara reglulega inn á síður bloggvina sinna en það þýðir kanski ekki það að bloggvinir eigi alltaf að skilja eftir athugasemd.Ég renni stundum yfir bloggvini í því bloggi sem ég er að lesa, og VÁ, það eru stundum 100-200bloggvinir maður gerði ekkert annað allann daginn en að lesa blogg hjá bloggvinum.Skammt er öfganna milli.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Tyrfingsson

Hvaða bloggarar voru þetta? Rétt að vekja athygli á því sem maður rekur augun í; ekki víst að aðrir hafi tekið eftir því og séu forvitnir.

Pétur Tyrfingsson, 3.5.2007 kl. 18:33

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég veit Guðmundur að þú kíkir inn þegar þú getur, ég geri það líka á þína bloggsíðu,og það sem þú kallar kenjóttar skoðanir gefur lit í tilveruna, án ykkar sem þorið að segja ykkar skoðanir væri ekki eins gaman að blogga. Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 3.5.2007 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband