Jakkafata,dragta og annað vinnufólk ...

Ég hef verið að velta því fyrir mér,hvernig standi á því að þeir sem vinna í bönkum,kaupþingum og öðrum líkum stofnunum séu með þrefalt meiri laun en þeir sem eru að passa börn þeirra og okkar.Ég hefði haldið að börnin okkar væri það mikilvægasta og þau ættu skilið það allra besta sem hægt væri að útvega þeim, en svo virðist ekki vera fyrir ákveðinn hóp í þjóðfélaginu,og þá á ég við þá sem stjórna launamálum landsmanna.Ég á ekki orð,hvernig er þetta hægt að þeir sem passa peningana okkar séu með margfalt hærri laun en leikskólakennari,og grunnskólakennari.Svo er orðið í þessu og öðrum þjóðfélögum að við menntum okkur alltaf meir og meir og vitaskuld viljum við nota okkar menntun jafnt konur sem karlar,afleiðingin verður sú að börnin þurfa að vera lengri og lengri tíma í pössun á leikskólum og eftir að þau eru komin í skóla þá þurfa þau að vera í skólapössun til kl 17.00.Þetta segir okkur að við erum með börnunum okkar aðeins nokkra tíma á dag á meðan þau borða ,morgunverð og kvöldverð.Hverjir eru þá með börnunum okkar,jú það er starfsfólk leikskólanna og grunnskólanna,starf þeirra er það mikilvægt að þau eiga skilið að fá mannsæmandi laun.Við foreldrarnir ásamt þessum starfshópi sem ég nefndi eru þau sem koma börnum okkar til manns og hjálpum þeim að velja rétta leið í framtíðinni,svo ég gleymi ekki ömmunum og öfunum,(það verður bloggað um það sér).Ég skora á stjórnvöld að greiða þessum starfshópum sem sjá um börnin okkar góð laun,til þess að í framtíðinni komi ekki til þessi vandræði sem verið hefur til þessa vegna lágra launa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Heyr heyr María!!  Ég hef unnið ýmis störf í gegnum tíðina en það erfiðasta og jafnframt það skemmtilegasta var að vinna á leikskóla. Það starf er MIKIÐ vanmetið en það er eins með störf á sjúkrahúsum og í allri umönnun.

Þetta hefur með forgangsröðun í samfélaginu að gera: fyrst peningar og svo allt hitt! algjörlega öfug röð að mínu viti. 

Ragnhildur Jónsdóttir, 12.9.2007 kl. 11:05

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Takk fyrir þetta Ragnhildur,þetta á að sjálfsögðu að vera fremst í forgangsröðinni.

María Anna P Kristjánsdóttir, 12.9.2007 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband