Hugleiðing um haustið..

icel160s

Ég vaknaði eldsnemma í morgun kl 05:00,til að fara með son minn á sundæfingu,morguninn var kyrrlátur,stjörnuskreyttur himininn með einni sem skein mjög skært.Það heyrðust engin hljóð,aðeins kyrrð morgunsins.Eftir að hafa ekið með hann niður í sundlaugar stóðst ég ekki freistinguna og ók smávegis um bæinn til að njóta mannekla hans á meðan aðrir voru sofandi.Haustið er í allri sinni dýrð,aðeins farið að kólna og laufin byrjuð að falla.Litir haustsins er með því fallegra sem ég sé,enda förum við hjónin reglulega eitthvað , til að njóta litaflóru haustsins,t.d. á Þingvöll.Fljótlega skiptir um skúrir,veturinn kemur í allri sinni dýrð,kuldinn hellist yfir okkur hann smýgur inn,þótt við klæðum okkur vel ekkert dugar,myrkrið kemur smátt og smátt og fellur misvel í fólk,samskipti verða erfiðari.Erfitt verður að komast á milli staða,það verður að skafa nær daglega af bílunum og fyrir þá sem velja hjólið þa´verður notkun þess nær ógjörlegt. Þegar desember nálgast ,byrjum við að sjá ljós út um allt,jú við viljum lýsa upp þann heim sem við lifum í þ.e.skammdegið,ljós í öllu gluggum,það birtir til.Eins og dagurinn er í dag þá er þess virði að njóta hans að fullu,því þeir verða kannski ekki margir svona fallegir.JoyfulKissing

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

*Súkk!*

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.10.2007 kl. 10:51

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Yndislegt Góðan og gleðilega dag María.

Ragnhildur Jónsdóttir, 8.10.2007 kl. 11:43

3 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Takk,takk.

María Anna P Kristjánsdóttir, 8.10.2007 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband