Þori ekki,vil ekki og tími ekki !!

Ég vona að ég þurfi ekki að leita út fyrir landsteinanna til að fara í svona laiser aðgerð með mín pínu litlu bláu augu,né hér landi.Ég er viss um að aðgerðir sem þessar eru mun ódýrari erlendis en hér,en svo á einnig við um margt annað,ég ætla að telja upp:

Bílar,íbúðir,einbýlishús,fatnaður,skartgripir,matur af öllu tagi,leikföng,nú er ég hætt að telja.Flest er í raun um 30-40% dýrara hér en erlendis,en hvað getum við gert.Eigum við alltaf að hlaupa erlendis til að kaupa ódýrt,það getum við ekki,við getum jú farið í helgarferðir og keypt eitthvað smávegis en ekki hús og íbúðir.Íslenskt þjóðfélag er dýrt.

Þeir sem þurfa að fara í svona aðgerðir í raun,borga örugglega minna jafnvel ekkert, en þeir sem eru að fara vegna þess að þeir vilja ekki lengur ganga með gleraugu. Ég efast um  að íslenskir læknar hafi lakari menntun en þeir sem erlendis eru,sennilega eru þeir betur menntaðir ef eitthvað er,og ef ég þarf í framtíðinni að fara í svona aðgerð þá færi ég hér á Íslandi.Frown

 


mbl.is Þrír milljarðar í augun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég myndi ekki þora að fara í svona aðgerð nema treysta læknaliðinu 100%, það er jú sjón manns sem er í húfi. Og ég er alveg viss um að óvíða er læknum betur treystandi en hér á landi, þó svo að hér séu gerð mistök eins og annars staðar. En svona aðgerð er hreint ekki á dagskrá hjá mér, ætli ég verði ekki með gleraugun á nefinu hér eftir sem hingað til frá 8 ára aldri.

Annað mál er það að á þessum tæplega 50 árum sem liðin eru frá því að ég fékk mín fyrstu gleraugu hefur Tryggingastonfun ríkisins ekki greitt eina krónu af þeim kostnaði sem hlýst af því að vera með arfgenga nærsýni og sjónskekkju. Allan þann kostnað hafa fyrst foreldrar mínir og síðan ég sjálf borið, og hann er ekki lítill, þar sem ég hef þurft að fá glerin búin til í Þýskalandi, þar sem sjónin mín er ekki eftir neinum stöðlum.

Hvenær skyldi verða breyting á þessu og sjónskert börn og fullorðnir njóta réttinda til samræmis við til dæmis þá sem eru heyrnarskertir? 

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2007 kl. 15:37

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Þarna kemur þú Gréta Björg inn á mál sem vert er að tala um,ég get rétt trúað því að þetta kosti sitt,og að kaupa glerin frá Þýskalandi.Í svona tilfelli ætti tryggingastofnun að sjá um meiri hluta kostnaðarins.

María Anna P Kristjánsdóttir, 9.11.2007 kl. 16:51

3 Smámynd: Kristveig Björnsdóttir

Já ég myndi heldur aldrei þora né tíma að fara í svona aðgerð.  Það geta alltaf gerst mistök hvort sem það er á Íslandi eða annarsstaðar, en þegar um sjónina er að ræða vil ég allavega ekki taka neinar áhættur.  Er blind nú þegar á öðru auga og nærsýn á hinu og ætla mér bara að vera þannig áfram.  

Kristveig Björnsdóttir, 9.11.2007 kl. 17:55

4 identicon

Ég fór á Íslandi og er himinlifandi, en mundi bara treysta íslenskum...svona er maður fordómafullur...

alva (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 21:50

5 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Einhvernveginn er það þannig með marga og ég er þar á meðal, að þegar að stóru hlutunum kemur, þá kaupir maður þá hér heima, hvort sem um aðgerðir af einhverju tagi, eða annað þess háttar, kannske á maður að fara hugsa öðruvísi.  Sjálf er ég svo paranoid á allt utan landsins að ég hefi ekki þorað að kaupa gleraugu annarsstaðar sem er auðvitað alger vitleysa.

   Hvernig er með tryggingar t.d. ef eitthvað er vitlaust gert erlendis??

Sólveig Hannesdóttir, 9.11.2007 kl. 22:06

6 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Takk fyrir athugasemdirnar,ég veit ekki hvort þetta sé að vera fordómafullur,en þegar augu manns eru í veði þá fer maður þangað sem maður þekkir.Ég veit að svona aðgerðir hafa heppnast mjög vel hér heima og þeir sem hafa farið eru mjög ánægðir,en ég er skræfa ég þori ekki.

Já eins og Sólveig spyr,hvernig er með tryggingarnar,ef eitthvað gerist erlendis erum við tryggð.

María Anna P Kristjánsdóttir, 10.11.2007 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband