Hverjir leyfa gistingu í hesthúsi !!!

Við skulum ekki dæma þá útlendinga of hart sem búa á þessum stöðum,þetta er oft fólk sem ekki er vant sömu þægindum og við hér á Íslandi,þeir koma hingað til að vinna og þéna peninga til að geta séð sér og sínum farboða í sínu heimalandi.

Nú kemur stór spurningin,hver leyfir slíka gisting fyrir þetta fólk ? er það ekki einmitt þar sem þarf að taka á málunum.Hverjir leyfa sér að bjóða þessu vinnufólki gistingu í afdala hesthúsi ?

Eru það vinnuveitendur? Ég veit það ekki,eru það kannski eigendur hesthúðana ? Ég veit það ekki heldur.Eina sem mig grunar er að þessir vinnumenn geta ekki greitt þá húsaleigu sem er á markaðinum í dag,því ef þeir gætu það þá þyrftu þeir ekki að koma til Íslands til að vinna.

Ef við Íslendingar þurfum á erlendu vinnuafli að halda þá verð ég nú að segja að okkur ber skilda til að bjóða þetta fólk velkomið og búa þannig í haginn að þeim líði vel hér.Ef við hugsum örlítið í okkar eigin barm,mörg af okkur höfum verið erlendis bæði við vinnu og nám.Hvað er það fyrsta sem við gerum,jú, við reynum að koma okkur sómasamlega fyrir og búa okkur til heimili. Heimili er nokkuð sem okkur er öllum nauðsyn,og það er sama í hvaða þjóðfélagsstétt við erum og af hvaða litarhætti,þetta ættu þeir að hafa í huga þeir sem leigja þessum vinnumönnum afdala hesthús.

 

 

 


mbl.is Útlendingar búa alls staðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl María.

Ég tek undir með þér hverjir gefa leyfi fyrir þessu.? Er ekkert virkt eftirlit með þessum málum. Fyrir utan það var ömurlegt að sjá þessa mynd í kvöld í sjónvarpinu. Gott umræðu efni sem er umhugsunar efni fyrir okkur og hvernig atvinnurekendur koma fram.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 13.11.2007 kl. 22:47

2 identicon

Voðalegt er að lesa þetta, þetta fór bara alveg framhjá mér.

alva (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 00:31

3 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Já það er málið Margrét,hver það er ,við fáum ekki að vita það því það mun enginn viðurkenna að hagnast á óförum þeirra.

María Anna P Kristjánsdóttir, 18.11.2007 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband