Fyrsti líknardauði á Spáni

þá hafa stjórnvöld  Andaluzíu héraðs á Spáni riðið á vaðið og leyft fyrsta líknardauðann. Í gærkvöldi lést 51 árs kona að nafni Inmaculada Echevarría. Hún var frá hinni frægu Máraborg Granada, þar sem hún lést.Hún veiktist þegar hún var 11 ára gömul af sjúkdómi sem lagðist á vöðvana. Hún var ekkja, maður hennar lést í umferðaslysi, hún hafði eignast einn son sem hún gaf til ættleiðingar þegar hann var aðeins fárra mánaða, þar sem hún var orðin ekkja gat hún ekki hugsað um barnið. Hún hafði frá 29 ára aldri viljað fá að deyja , vinir og ættingjar hennar vissu um ósk hennar,en formleg beiðni hennar um líknardauða lagði hún fram 20.nóvember 2006.Hún var búin að vera 20 ár rúmliggjandi og 9 ár í öndunarvél sem hélt henni lifandi.Leyfið fékkst og öndunarvél hennar var tekin úr sambandi, áður höfðu læknar hennar gert ráðstafanir til að hún fengi kvalarlausan dauðdaga.Megi hún hvíla í friði.

 


Rauðhærða ljónið.

Hvað varð af rauðhærða ljóninu honum Eiriki Hauksyni, hann er orðinn dökk dökk rauðhærður, ég vil sjá aftur þennann ljós rauðhærða víking sem á eftir að gera það gott í Helsingi. Í sambandi við myndbandið, þá var ég ekki fullkomlega sátt, ég hefði viljað að íslenska og enskan hefðu verið blandað saman í taxtanum, því lagið hljómaði mjög vel á íslensku aldrei eins og vant. Lagið er grípandi og flott, og ekki sakar að Eirikur hefur flotta sviðsframkomu.

Letihelgi.

Þá er helgin búin og ég hef ekkert bloggað, því ég reyni að gera eitthvað annað skemmtilegt um helgar,þ.e.a.s. þegar ég er ekki að vinna.Á föstudag fór ég á bókasafnið og reyndi að fá tvær bækur sem einn bloggvinur minn benti mér á að lesa um Krissfestingu og upprisu Jesú Krists, en þær voru ekki til á safninu, ég ætla að panta þær, í staðin tók ég aðrar tvær og önnur þeirra er Tómasar guðspjall,laugardaginn notaði ég til að  kíkja á hana,þar sem veðrið var ekki sem best gott að vera heima í leti með fjölskyldunni. Á sunnudag fór fjölskyldan í messu, þar sem sonur minn er að fara að fermast í april, og allt er á fullu í undirbúningi. Á eftir fórum við í Perluna á bókamarkaðinn þar sem ég keypti mér fjórar bækur á góðu verði þær eru : GÖNGIN TIL EILÍFÐAR,DÆTUR KÍNA BÆLDAR RADDIR, EYÐIMERKUR BLÓMIÐ OG STEINN STEINARR LEIT AÐ ÆVI SKÁLDSINS, hann er í miklu uppáhaldi hjá mér.

 

UTAN HRINGSINS    

 Ég geng í hring.

Í kringum allt, sem er.

Og innan þess hrings

er veröld þín.

 

Minn skuggi féll um stund

á gluggans gler.

 

Ég geng í hring

í kringum allt, sem er.

Og utan þessa hrings

er veröld mín.

Höf:Steinn Steinarr.                              

 

 

 

 

 


Hvað er að gerast ?

Stjórnarflokkarnir dala en VG bæta við sig fylgi,hvað er að gerast? Nú undanfarna daga hefur verið mikill þrýstingur Framsóknar á Sjálfstæðismenn vegna auðlindaákvæðis, maður hefur lesið um hótanir um stjórnarslit, ég satt að segja bjóst ekki við  að Sjálfstæðismenn myndu gefa eftir, en svo varð raunin. Í mínum einföldu bláu augum hefur mér fundist Sjálfstæðisflokkurinn vera að lúffa æ ofan í æ fyrir Framsókn. Er þetta gott fyrir stjórnarsamstarfið, að stærsti flokkur landsins þurfi að dansa í kringum minnsta flokkinn,er ekki komið nóg ég bara spyr ?


mbl.is VG bætir enn við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðingar.

Ég var að enda við að lesa bókina VIÐ ENDA HRINGSINS, eftir Tom Egeland, og er líka búnin að lesa bók eftir Dan Brown, DA VINCI LYKILINN. Innihald þessa tveggja bóka er mjög svipað, þar er verið að krifja til mergjar líf Jesús Krist, krossfestinguna,upprisuna  og það sem eftir kemur. Ég ætla nú ekki að ræða  innihald þessara tveggja bóka, en óneitanlega eru þær hrífandi fyrir minn smekk, þær gera það að verkum að ég vil vita meira um líf Jesú Krists, og hvað gerðist eftir krossfestinguna,einnig er ég forvitin um líf Maríu Magdalenu því nafn hennar kemur æri oft við sögu í þessum bókum.  Bókin VIÐ ENDA HRINGSINS gefur lesandanum upp netföng þar sem við getum lesið okkur til, til að vita hvort þessar bækur séu skáldskapur frá A til Ö.En auðvitað fáum við ekki svör við því , en þetta er spennandi verkefni.

 


Konur stíga vinstri dans.

Það kemur mér ekki á óvart að konur í Samfylkingunni og Framsókn halli höfði sínu í aðra átt. Ég átti viðtal við vinnufélaga minn í gær, við vorum að ræða ýmislegt þegar hún segir allt í einu við mig María veist þú að ég hef alltaf kosið sama flokkinn frá því að ég hef haft kosningarétt, en í dag veit ég í raun ekki hvað ég á að kjósa, hún bætti reyndar við að margar af hennar vinkonum ættu við sama vanda, þær voru óákveðnar. Hún sagðist vera óánægð með framgang mála svona yfirleitt, hverning þjóðfélagið er að breytast, of mikil stéttaskipting og púlsinn ekki nógu sterkur hvað varðar heilbrigðismál,eldriborgara og öryrkja. Hún bætti við að hún gæti ekki hugsað sér að kjósa Samfylkinguna vegna þess að sá flokkur væri fullur af kvennalistakonum (ég hef þetta bara eftir henni), hún sagði að aðeins tveir flokkar hefðu hrein stefnumál og hún ætlaði sér að velja milli þeirra tveggja og það voru Sjálfstæðistflokkurinn og Vinstri Grænir, þetta sýnir mér að þetta er umræðan í dag,hreinar línur ekki eitthvað samankrull.
mbl.is Konur í Samfylkingu og Framsókn á leið til vinstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggvinur

Ég hef tapað einum bloggvini, hvar er hann, þegar í kíkti á bloggið mitt í gær þá var hann horfinn sem bloggvinur, hvað hefur gerst???

175 KM hraði, sjálfseyðingar hvöt.

Ég á ekki orð, hvað er að gerast í okkar umferðamálum. Svo virðist sem unga fólkið sé nákvæmlega sama um sitt líf og líf annarra. Ég er hrædd um að við verðum að gera einhvað róttækt í þessum málum, ég er ekki viss um að nóg sé að svipta þá ökuréttindum og greiða sektir. Ég heyrði ekki fyrir löngu umræðu í útvarpi um störf fanga úti í samfélaginu, í staðin fyrir að sitja í fangelsi.Mér leist vel á þessa hugmynd og kanski væri hún ekki svo vitlaus fyrir þessa ökufanta , sem sjálfseyðingar hvötin er að eyðileggja , svo þarf væntanlega að senda þá og þau til sálfæðings.

 


mbl.is Mældist á 175 kílómetra hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón og séra Jón

Ekki var ég ánægð að sjá hve kostnaður við HM í sundi var tíundaður í gær í blaðinu. Ég man ekki til þess að hefa séð fréttir um aðrar íþróttagreinar þar sem kostnaðurinn var tíundað þvílíkt að það lá við að sagt væri hve mikið hver sundmaður þarf að borga fyrir sig. Ég lít svo á að íþróttir eru íþróttir og sama hver greinin er þetta er allt jafn áríðandi, þó svo að boltinn sé mjög vinsæll og gert hærra undir höfði en aðrar íþróttir sérstaklega hvað varðar fjölmiðla. Sudmennirnir okkar eru búnir að leggja mjög mikið á sig til að ná þessum árangri að komast á HM, og þeir eiga það ekki skilið að við séum að sjá eftir þessum peningum sem fer í þessa kemmnisferð. Þeir eru jú að keppa fyrir okkar hönd Íslendinga, og vonandi eigum við eftir að sjá þau oftar í stóverkefnum erlendis.Óskandi væri að íþróttir sama hve greinin er sé gert jafn undir höfði bæði hve varðar fjölmiðla og peningamál Ég vil bara óska þeim góðs gengis.Smile Grin
mbl.is HM í sundi á 2 milljónir kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er það slæmt.

Nú hefur bæst við einn hópur í viðbót sem þarf á sálfræðihjálp og meðferð að halda, það eru NETFÍKLAR, svo slæmt er það víst á sumum heimilum að maki velur tölvuna framm yfir eiginkonu eð eiginmann. Ég minnist texta í skemmtilegu popplagi frá Spáni sem þrjár systur syngja og allar eru þær komnar á besta aldur, innihald textans er einhvað á þá leið"ÞÆR SAKA EIGINMENN SÍNA UM AÐ HANGA ÖLLUM STUNDUM VIÐ TÖLVUNA, OG EITT KVÖLDIÐ' FÓRU ÞÆR AÐ NJÓSNA UM ÞÁ TIL AÐ VITA HVAÐ ÞEIR VÆRU AÐ GERA, OG VITI MENN ÞEIR VORU AÐ HALDA FRAMHJÁ ÞEIM MEÐ TÖLVUNNI". Í raun er þetta ekkert til að gera grín að því að börnin okkar alast upp við það að tölvur eru ómissandi hluti af þeirra tilveru.  Það er hlutverk okkar foreldranna að fylgjast vel með tölvunotkun þeirra, til þess að þau þurfi ekki seinna á lífsleiðinni að lenda á meðferðastofnun eða hjá sálfræðingi til að lækna þeirra tölvufíkn. Til ykkar einmanna húsmæður sem gelymið að sækja börnin ykkar á leikskólann, í guðanna bænum reynið að taka ykkur á , netið er bara dauður hlutur.Það sem skiptir í raun máli í þessu lífi er FJÖLSKYLDAN.
mbl.is Skilja vegna netfíknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband