Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Umferðisöryggisvika.

Ég legg til að skylda alla þá sem eru að læra að aka í dag að prufa þessi tæki sem eru til sýnis í Forvarnarhúsi Sjóvá,þar sem hægt er að kynnast þeirri hættu þegar ekið er undir áhrifum áfengis og hraðakstri, ég held að það yrði ansi lærdómsríkt.


mbl.is Umferðaröryggi á heimsvísu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hert viðurlög.

Ég fagna þessum nýju hertu viðurlögum í umferðinni,það kom loksins að því að eitthvað róttækt yrði gert, ekki veitir af.Umferðamenning okkar hér á klakanum gæti verið betri,og ekki síst í ljósi þess að vegir víðast hvar um landið eru ekki bílum bjóðandi og ennfremur vegna velmegunar þjóðarinnar þá eru 2-3 bílar á hvert heimili, og ekki neinir skrjóðar heldur yfirleitt nýjust gerðir af bílum , hraðskeyttir bílar, enda sjáum við það hve margir eru tekninr fyrir ofsaakstur.Ég vona að þessi lög verði virt af öllum ökumönnum og ekki síst þeim sem eru að aka fyrstu kílómetrana.það er annað sem ég vildi nefna fyrst ég er að blogga um umferð, það er í sambandi við lagningu bíla í bílastæði,það eru sumir sem leggja svo illa að þeir taka tvö stæði, þá leggja þeir,þau,á ská inn í stæðið, þetta finnst mér vera virðingleysi fyrir náunganum.Joyful
mbl.is Viðurlög við umferðarlagabrotum hert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosið erlendis.

Ég las grein í einu dagblaði að hægt væri að kjósa til alþingiskosninga á KLÖRU BAR sem allir eiga að þekkja á Kanaríeyjum. Að mörgu leyti finnst mér þetta gott mál en ekki að öllu leyti,hugmyndin á bak við þetta er góð .Þetta hjálpar þeim sem vilja kjósa og eru staddir erlendis,þ.e.a.s. þeir sem eru  í hópferðum og eru kanski 300-400 manns á staðnum,ef ekki væri hægt að kjósa hjá Klöru þá þyrftu þeir eftilvill að leita uppi konsúl sem er oft í öðrum bæjarhluta eða í annarri borg, svo þurfa þeir sem hafa kosið að senda sín atkvæði sjálfir með pósti. Ég þekki þetta sjálf að eigin raun, ég bjó í Montpellier í Frakklandi í 2 ár,seinna árið voru alþingiskosningar og þurfti ég að fara um 200 km til að geta kosið, sem ég gerði að sjálfsögðu ekki,þar töpuðust 2 atkvæði míns og mannsins míns.Ég er ekki beint hrifin af því að þeir sem vilja kjósa á Kanarí þurfi að kjósa á bar,aðrir möguleikar ættu að vera til staðar,í  raun er ég alveg hissa á utanríkisráðuneytinu að sjá ekki um að koma fyrir kosningaskrifstofum á þessum stöðum þar sem flestir íslendingar eru á sólarlandaströnd, það er ekki víst að Valgerður utanríkisráðherra geri sér grein fyrir því að á þessum tíma árs eru um 1200-1500 manns jafnvel meira, að spóka sig í sólinni. Ég er alveg viss um að það er hægt að koma þessu í framkvæmd með hjálp ferðaskrifstofana,og þá einum starfsmanni til að sjá um að kosningin fari löglega fram, og þetta ætti ekki að kosta mjög mikið því skrifstofan þarf aðeins að vera opin í 2-3 vikur. Ég legg til að þeir sem eiga að sjá um þessi mál taki þetta til athugunar, og þá núna strax fyrir þessar kosningar það er enn tími.

 


Nýbúar og ekki nýbúar,kaski bara orðnir Íslendingar.

Ég hef lengi velt því fyrir mér, hvers vegna er fólk af erlendum upprunna kallaðir NÝBÚAR, og einnig hve lengi er hægt að kalla þá þessu nafni.Hér á landi er fólk af erlendum upprunna, sem hafa búið hér lengur en í sínu eigin heimalandi, þekkir betur til hér en í fæðingar landi sínu, hafa menntað sig hér á landi, unnið hér og borgað sína skatta og eiga sína fjölskyldu og sína vini hér og eru jafnvel búnir að vera lengur á Íslandi en þorri landsmanna, eru þeir eða þau þá NÝBÚAR, nei þetta eru íslendingar af erlendum upprunna, eins og við vorum þegar landið byggðist.

Landsfundurinn

Nú stendur Landsfundur sjálfstæðismanna sem hæst, og hefur hann sjaldan verið eins glæsilegur og einmitt nú, um 1400 manns sækja Landsfundinn í ár, Landsfundur Samfylkingarinnar var að ljúka í þessu þar sem 2000 manns sóttu fundinnErrm , og hefur hann eflaust verið glæsilegur, en hvaðan kemur allt þetta fólk? var þetta opinn fundur,gátu allir sótt hann? Stærsti flokkur landsins sem er Sjálfstæðisflokkurinn var BARA með 1400 manns.Joyful

Græn skref í Reykjavík

Ekki er hægt annað en að fagna stefnu borgaryfirvalda um umhverfisvæna ReykjavíkJoyful , eins og kemur fram í grein Morgunblaðsins, tíu græn skref í Reykjavík.Glæsileg framtíðar áform.Ég hef beðið eftir að borgaryfirvöld bjóði námsmönnum ókeypis í strætó,og nú er það að verða að raunveruleika og vona ég að námsmenn notfæri sér þessa þjónustu þó ekki væri til annars en að spara smávegis. Ég ætla nú ekki að tíunda hvert og einasta atriði, því það er óþarfi því ég er ánægð með alla tillöguna einsog hún leggur sig, en ég er sérlega ánægð með að laga eigi aðstöu fyrir gunn- og leikskóla og að börnin okkar eigi kost á að fá heilsusamlegri mat í skólunum, sem hefur oft verið ábátavant, of mikið er boðið upp á tilbúninn mat sem er upphitaður,ekki gott þaðShocking .

Tekið á málunum.

Ég vil óska lögreglunni til hamingju með þetta frábæra framtak, ekki veitir af. Fréttir af umferðaómenningu okkar hafa verið hrikalegar undanfarna daga, ökunýðingar teknir á 120-130 km hraða,og aðrir sem hafa verið teknir fyrir sama brot í umferðinni  aftur og aftur,hvað er að gerast,ekki veit ég það ,en allavega er þetta ekki gott og sama hvort ungir eða gamlir eiga í hlut.Hjá ungdómnum í dag þykir það hallærislegt að vera venjulegur, það að keyra á leyfilegum hraða, drekka ekki of mikið áfengi, taka ekki inn eiturlyf. Talsmátinn á helst að vera óskiljanlegur,það þykir eflaust hallærislegt að tala góða íslenska tungu, það á að bæta við enskum ljótum slettum í annað hvort orð (ég veit að þegar ég var yngri var þetta líka svona).Ekki veit ég hvað hægt er að gera,en kanski væri hægt að snúa blaðinu við,það sem þykir hallærislegt í dag verður hallærislegt á morgun og hið venjulega fær að njóta sín,það verður hallærislegt að keyra á of miklum hraða, hallærislegt að drekka sig útur fullann og hallærislegt að taka inn eiturlyf.Ég þykist vita að þetta á sem betur fer ekki við alla unglinga í dag, stór hluti þeirra eru góðir, dulegir og passa upp á sitt, en því miður er það alltaf svo að hinir setja svartann blett á hópinn.Það þarf að taka á umferðamálum og því fyrr því betraCrying Frown Shocking
mbl.is Umferðarátak lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsti líknardauði á Spáni

þá hafa stjórnvöld  Andaluzíu héraðs á Spáni riðið á vaðið og leyft fyrsta líknardauðann. Í gærkvöldi lést 51 árs kona að nafni Inmaculada Echevarría. Hún var frá hinni frægu Máraborg Granada, þar sem hún lést.Hún veiktist þegar hún var 11 ára gömul af sjúkdómi sem lagðist á vöðvana. Hún var ekkja, maður hennar lést í umferðaslysi, hún hafði eignast einn son sem hún gaf til ættleiðingar þegar hann var aðeins fárra mánaða, þar sem hún var orðin ekkja gat hún ekki hugsað um barnið. Hún hafði frá 29 ára aldri viljað fá að deyja , vinir og ættingjar hennar vissu um ósk hennar,en formleg beiðni hennar um líknardauða lagði hún fram 20.nóvember 2006.Hún var búin að vera 20 ár rúmliggjandi og 9 ár í öndunarvél sem hélt henni lifandi.Leyfið fékkst og öndunarvél hennar var tekin úr sambandi, áður höfðu læknar hennar gert ráðstafanir til að hún fengi kvalarlausan dauðdaga.Megi hún hvíla í friði.

 


Hvað er að gerast ?

Stjórnarflokkarnir dala en VG bæta við sig fylgi,hvað er að gerast? Nú undanfarna daga hefur verið mikill þrýstingur Framsóknar á Sjálfstæðismenn vegna auðlindaákvæðis, maður hefur lesið um hótanir um stjórnarslit, ég satt að segja bjóst ekki við  að Sjálfstæðismenn myndu gefa eftir, en svo varð raunin. Í mínum einföldu bláu augum hefur mér fundist Sjálfstæðisflokkurinn vera að lúffa æ ofan í æ fyrir Framsókn. Er þetta gott fyrir stjórnarsamstarfið, að stærsti flokkur landsins þurfi að dansa í kringum minnsta flokkinn,er ekki komið nóg ég bara spyr ?


mbl.is VG bætir enn við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konur stíga vinstri dans.

Það kemur mér ekki á óvart að konur í Samfylkingunni og Framsókn halli höfði sínu í aðra átt. Ég átti viðtal við vinnufélaga minn í gær, við vorum að ræða ýmislegt þegar hún segir allt í einu við mig María veist þú að ég hef alltaf kosið sama flokkinn frá því að ég hef haft kosningarétt, en í dag veit ég í raun ekki hvað ég á að kjósa, hún bætti reyndar við að margar af hennar vinkonum ættu við sama vanda, þær voru óákveðnar. Hún sagðist vera óánægð með framgang mála svona yfirleitt, hverning þjóðfélagið er að breytast, of mikil stéttaskipting og púlsinn ekki nógu sterkur hvað varðar heilbrigðismál,eldriborgara og öryrkja. Hún bætti við að hún gæti ekki hugsað sér að kjósa Samfylkinguna vegna þess að sá flokkur væri fullur af kvennalistakonum (ég hef þetta bara eftir henni), hún sagði að aðeins tveir flokkar hefðu hrein stefnumál og hún ætlaði sér að velja milli þeirra tveggja og það voru Sjálfstæðistflokkurinn og Vinstri Grænir, þetta sýnir mér að þetta er umræðan í dag,hreinar línur ekki eitthvað samankrull.
mbl.is Konur í Samfylkingu og Framsókn á leið til vinstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband