Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Bloggvinur

Ég hef tapað einum bloggvini, hvar er hann, þegar í kíkti á bloggið mitt í gær þá var hann horfinn sem bloggvinur, hvað hefur gerst???

175 KM hraði, sjálfseyðingar hvöt.

Ég á ekki orð, hvað er að gerast í okkar umferðamálum. Svo virðist sem unga fólkið sé nákvæmlega sama um sitt líf og líf annarra. Ég er hrædd um að við verðum að gera einhvað róttækt í þessum málum, ég er ekki viss um að nóg sé að svipta þá ökuréttindum og greiða sektir. Ég heyrði ekki fyrir löngu umræðu í útvarpi um störf fanga úti í samfélaginu, í staðin fyrir að sitja í fangelsi.Mér leist vel á þessa hugmynd og kanski væri hún ekki svo vitlaus fyrir þessa ökufanta , sem sjálfseyðingar hvötin er að eyðileggja , svo þarf væntanlega að senda þá og þau til sálfæðings.

 


mbl.is Mældist á 175 kílómetra hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er það slæmt.

Nú hefur bæst við einn hópur í viðbót sem þarf á sálfræðihjálp og meðferð að halda, það eru NETFÍKLAR, svo slæmt er það víst á sumum heimilum að maki velur tölvuna framm yfir eiginkonu eð eiginmann. Ég minnist texta í skemmtilegu popplagi frá Spáni sem þrjár systur syngja og allar eru þær komnar á besta aldur, innihald textans er einhvað á þá leið"ÞÆR SAKA EIGINMENN SÍNA UM AÐ HANGA ÖLLUM STUNDUM VIÐ TÖLVUNA, OG EITT KVÖLDIÐ' FÓRU ÞÆR AÐ NJÓSNA UM ÞÁ TIL AÐ VITA HVAÐ ÞEIR VÆRU AÐ GERA, OG VITI MENN ÞEIR VORU AÐ HALDA FRAMHJÁ ÞEIM MEÐ TÖLVUNNI". Í raun er þetta ekkert til að gera grín að því að börnin okkar alast upp við það að tölvur eru ómissandi hluti af þeirra tilveru.  Það er hlutverk okkar foreldranna að fylgjast vel með tölvunotkun þeirra, til þess að þau þurfi ekki seinna á lífsleiðinni að lenda á meðferðastofnun eða hjá sálfræðingi til að lækna þeirra tölvufíkn. Til ykkar einmanna húsmæður sem gelymið að sækja börnin ykkar á leikskólann, í guðanna bænum reynið að taka ykkur á , netið er bara dauður hlutur.Það sem skiptir í raun máli í þessu lífi er FJÖLSKYLDAN.
mbl.is Skilja vegna netfíknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brosa hringinn í skólanum

Gaman var að lesa fréttina um Öskjuhliðaskólann, sem fékk 19 fullkomnar tölvur nýustu gerð og tvo prentara að gjöf.Það var faðir stúlku sem stundar nám við Öskjuhlíðaslóla sem tók sig til og safnaði styrkjum til að kaupa þessa glæslilegu tölvur, þessi gjöf á öruggluga eftir að hjálpa nemendum við námið, þetta var höfðinglega gert hjá þessum föður, hann hefur séð þörfina og viljað allt það besta fyrir sína dóttir.

Táknmál fyrir alla.

Mikið er rétt hjá Sigurlínu M.Sigurðardóttir, þegar hún fer fram á það að táknmál verði viðurkennt sem fyrsta mál heyrnarlausra,heyrnarskertra og daufblindra.Þetta eru sjálfsögð mannréttindi, til að létta þessu fólki lífið og ekki aðeins þeim heldur einnig okkur hinum sem getum tjáð okkur á hinn hefðbundna veg. óskandi væri að táknmál yrði gert að skyldufagi í skólum, jafnvel ætti að byrja  að kenna það á dagheimilum. Við skulum setja okkur upp mynd í huganum, reynum að muna hvernig við hinn almenni borgari hefur tjáð sig við þá sem nota táknmál, höfum við getað tjáð okkur á þann veg að það er okkur til sóma, nei ég held ekki ,allavega ekki ég. Getið þið ýmyndað ykkur hvað það yrði glæsilegt eftir ein 15-20 ár ef 50-75% íbúa landsins geta tjáð sig á táknmáli.

 


Próf fyrir útlendinga

Ég var að lesa blogg hjá Þrymi Sveinssyni bloggvini mínum, um próf fyrir útlendinga i Dannmörku.Ég er því innilega sammála.Ég legg til að við tökum upp sama kerfi og leggjum próf fyrir þá útlendinga sem vilja setjast hér að og gerast íslenskir ríkisborgarar. Við getum ekki látið það viðgangast að útlendingar setjist hér að og reyni ekki einu sinni að aðlagast landi og þjóð svo ég nefni ekki tungumálið. Þeir geta ekki ætlast til að við aðlögumst þeim, því þá myndi íslenskt þjóðfélga splundrast. Við erum lítið þjóðfélag og eigum að geta hjálpað því fólki sem vill setjast hér að í raun og veru, ekki bara vinna hér til að senda peninga úr landi til að hjálpa ættingjum og vinum heima fyrir (sem er hið besta mál útaf fyrir sig).Hjálpum þeim til að ná tökum á málinu, sendum þá í íslensku nám svo og nám til að læra um land og þjóð, reynum að tala við þá á íslensku um leið og við erum að gera okkur skiljanleg við þá á ensku. Komum fram við úlendinga eins og við viljum að sé komið fram við okkur á erlendri grund.

 


Alzheimer, hin langa kveðjustund aðstandenda.

Ég vil þakka Ástu R.Jóhannesdóttir fyrir hennar fábæru grein um Alheimersjúkdóminn, sem er í Morgunblaðinu í gær. Hún veit mæta vel um hvað hún er að tala og auðséð að hún hefur kynnt sér málið til hlítar, þar kemur hún að þeim aðstæðum sem sjúklingarnir búa við hvað varðar obinbera þjónustu, 100 manns býða eftir dagþjálfun og hvíldarinnlagnar plássum hafur fækkað niður í eitt.Óskandi væri að heilbrigðis ráðherra fari að gera sér grein fyrir þeirri aðstöðu sem maki lifir við

 þ.e.a.s.hugsandi um sjúklinginn daginn út og daginn inn, hjálpa honum að klæða sig,þrýfa sig og jafnvel að nærast. Málið er kanski það að það sérst ekki á Alzheimer sjúklingum að þeir séu veikir, nema þegar sjúkdómurinn er kominn mjög langt á leið, fólk hugsar bara já já, hann er bara farinn að eldast og er orðinn gleyminn, en svo gott er það nú ekki.

Um leið og ég bendi á grein Ástu , þá vil ég taka fram að ég hef enga trú á því að Samfylkingin  komi til með að gera einhvað kraftaverk í heilbrigðis málum, sú fylking hefur ekki gert  kraftaverk í einu né neinu, og væntanlega fá þeir ekki tækifæri til þess.

 

 


Sagan endalausa.

Enn heldur Baugsmálið áfram, ég get ekki sagt annað en að ég er orðin leið á þessu og vonast eftir að þessu fari að ljúka. Nú er Jón Gerald búinn að játa bókhaldsbrot, ætli hann verði ekki sá eini sem á eftir að gjalda fyrir þetta, það kæmi mér ekki á óvart.

Nú er ég hissa.

Þá er búið að útiloka að heill hópur fólks komi til landsins, vissulega er ekki gott að fá klámráðstefnu til landsins, og ekki góð kynning fyrir land og þjóð, en er hægt lagalega séð að úiloka komu þeirra hingað, og hver á að borga brúsann, þ.e.a.s. tap hótelsins, tap flugfélagsins, og tap vegna skoðanaferða um landið.

 

 


Launamál kennara

Nú eru grunnskóla kennarar komnir af stað aftur, sorglegt er að vita að þessi stétt þurfi ár eftir ár að berjast fyrir bættum lífskjörum stéttarinnar. Kennarar eru þeir aðilar sem mestum tíma eyða með börnum okkar fyrir utan okkur foreldrana. Þeir eru ásamt okkur foreldrunum að undirbúa börnin okkar sem best fyrir framtíðini, undirbúa þau fyrir það líf sem bíður þeirra.

Þegar talað er um kennara þá kemur upp öfundartónn í mörgum, kennarar vinna ekkert, þeir eru í meira fríi en almenningur, fíi um páska, fríi um jólin altaf í fríi, það getur vel verið að þeir séu í meira fríi en aðrir, ég veit það ekki, en mér kemur það í raun ekki við, það geta ekki allir verið eins, ekki ræð ég við það þó svo að Baugs feðgar séu 100 sinnum ríkari en ég, þetta er einhvað sem ég verð að sætta mig við, það er eins með frí kennara.

Þegar talað er um vinnu kennara, þá er ekki talað um allann þann undirbúning sem kennarar þurfa að gera, dag eftir dag, fara yfir próf, fara yfir verkefni ,búa til verkefni o.fl  og þetta er yfirleitt gert

að kvöldi til heima þegar þeir eiga að vera í fríi og hvílast fyrir næsta dag, og sinna sinni fjölskyldu.

Ég legg til að almenningur í heild fari að sýna kennarastéttinni meir virðingu, og að laun þeirra verið leiðrétt í þá átt svo að þau verði mannsæmandi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband