Færsluflokkur: Dægurmál

Sagdi ég ekki.

Ég hef bloggað um svona lagað aftur og aftur,sídast í gaer var ég að benda á að við hofum ekki hugmynd um hver thad er sem liggur við hlið okkar í sundloginni,eða við stroendina.Við á íslendingar búum í svo litlu thjódfélagi,og thar að auki á eyju,thad er ekki eins auðvelt að komast til landsins, eina og er í odrum loendum.Landamaerin í Evrópu eru svo opin hver sem er getur drepið einhvern í t.d.Luxenburg og keyrt með líki í skottinu á bílnum syðst til Ítalíu án thess að skottið sé skodad af logreglu.Thví miður safnast á sólarstrendur allskonar fólk,venjulegir ferðamenn,fjoelskyldufólk með 2,3,boern og vilja hafa thad gott í fríinu,síðan koma their sem eru hreinir og beinir glaepamenn og aumingjar,og hinn venjulegi ferdamadur og íbúar viðkomandi landa lenda í thessum vesalingum og koma óorði á landið og sólarstroendina.Thad er ekki létt fyrir viðkomandi yfirvoeld að koma í veg fyrir búsetu thessa vesalinga,thar sem hið ljúfa líf er einkunarord viðkomandi staðar.Ég er ein af theim sem dvel í mínu fríi á sólarstreond,thad vaeri thad síðasta sem ég vil gera er að tala illa um thessa staði,ég vil bara að við sem veljum sólarstaði gerum okkur grein fyrir að hið ljúfa líf er gott ef við hofum augun opin fyrir hinu sem ekki er jafn ljúft.
mbl.is Stórsvindlari handtekinn á Tenerife
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

mjog svo undarlegt.

Ekki er haegt að segja annað en að thetta mál er hið undarlegasta,og ég álít að thad sé gott að hringurinn sé farinn að threngjast,komast naer vinahópi foreldranna,í svona máli er enginn undanskilinn.Eins 0g ég hef bloggað áður,thá gerist thad oft að fólk allstaðar frá setjast að á thessar sólarstrendur,með bakrunn sem enginn veit um.Upp hefur komið mál á Spáni,thar sem tánings stúlka var drepin,og sá seki var Breti sem var eftirlýstur í sínu heimalandi fyrir ýmiss afbrot,eins og ég segi við vitum ekki hver liggur á sólarbekknum við hlið okkar út við sundlaug á sólarströnd. 


mbl.is Lögregla ræðir við nána vini foreldra Madeleine
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vangaveltur.

Þvílík forréttindi er það að búa á landi sem hefur slíkan fjölbreytileika eins og Ísland,fjölbreytileikinn birtis í mörgum myndum hér á landi. Við erum að verða fjölþjóðaþjóðfélag,sem gefur okkur breytilega menningu,við erum á góðri leið með að verða hástétta ?,miðstétta? og lástétta? þjóðfélag nokkuð sem maður varð ekki svo mikið var við hér áður fyrr. Hér eru stéttir manna sem hafa efni á að kaupa sér 200-300 milljóna villur og keyra um á 15-20 milljónir.bílum og á milli landa fara þessar fjölskyldur ekki öðruvísi en í einkaþotum,ferðast ekki með hinum vesalingunum,og eru þar að auki með lífverði.Millistéttin er væntanlega fjölmennust,og sennilega fæstir þeir sem ekki hafa til hníf og skeiðar.Ég set spurningamerki við hástétta,millistétta og lágstétta þjóðfélag, ,en aurar eiga ekki að flokka fólk í hópa,það er enginn mælikvarði,menningin hlýtur að liggja í manninum sjálfum,hvernig hann hagar sínu daglega lífi og framkoma hans við náungan.Fjölbreytileikinn birtist einnig í heilbrigðis kerfinu,sjúkur maður leggst inn á spítala og fær að vera það í nokkra daga,hvað gerist svo hann er sendur á annan spítala út á land,fjölskyldan getur erfilega heimsótt viðkomandi þetta kallar maður fjölbreytileika.Þegar við verðum eldri,hvað gerist þá, við komum okkur á elliheimili,því við viljum eiga góð róleg ár með makanum,við erum búin að gera ekkar fyrir þjóðfélagið og eigum siðferðilega rétt á þægilegu lífi í ellinni. Maður er búin að sofa í sama rúmi og maki manns í 60-70 ár, en þetta breytist allt þegar við verðum gömul, við þurfum ekki einu sinni að sofa í sama herbergi,því okkur er úthlutað sitthvort herbergið,og allt í einu erum við farin að sofa hjá einhverju ókunnugu fólki sem við þekkjum ekki neitt,þetta er fjölbreytileiki "ég hlakka til". Veðrið er fjölbreytilegt,við vitum aldrei hvernig við eigum að vera klædd,því veðrið breytist 3-4 á dag,sól,skýjað,rok rigning allt á einum degi .Ástæðan fyrir skrifum mínum sem hafa farið langt út fyrir það efni sem ég ætlaði að skrifa um er fjölbreytileiki himinsins. Ég horfði í átt til Snæfellsjökuls um miðnætti í gærkvöldi,ég var agndofa vegna fjölbreytileika og fegurðar himinsins,ég var að horfa á lifandi málverk,þvílík fegurð ,þar mynduðust heilu borgirnar í allri sinni mynd og í allri sinni litafegurð,ég gat varla slitið mig frá þessu, það eru forréttindi að búa á landi sem bjóða uppá svona fegurð.Joyful

 

 


Buxur sem lafa.

Ég get ekki séð að einhver bæjarstjóri í Bandaríkjunum geti bannað þegnum sínum að ganga í buxum sem lafa,en hitt er annað mál að það er ekki það smekklegasta sem maður sér, nærföt viðkomandi. En eitt er ég hissa á það er smekkur unga fólksins í dag,því ég álít að þessar buxur séu hannaðar fyrir þá sem er sérlega illa vaxnir,þeir sem ganga í þessum ósköpunum hljóta að vera að fela eitthvað,kannski ljótan afturenda,eða ljótar lappir hver veit, allavega er þetta ekki til að sýna vel vaxinn og stæltan líkama sem má vel sýna.Wink
mbl.is Bandarískur bær vill banna buxur sem lafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Offita barna.

Það er dálítið strangt til tekið þegar sagt er að foreldrar vanræki börnin sín þegar þau verða of feit,eru börnin ekki frekar ofalin.Þetta getur orðið að þjóðfélags vandamáli ef ekki ekki er tekið á vandanum.Það er svo mikill hraði í flestum þjóðfélögum og lítill tími fyrir hvern og einn þannig að hinn góði heimatilbúni matur verður sjaldnar á borðum,þá er gripið til skyndimatar,og hann fitar örugglega meira en annað. Einnig er það orðið svo að börn leika sér ekki úti,þau leika sér frekar á tölvur og horfa á sjónvarpið.Mér finnst það vera skylda okkar foreldranna að sjá til þess að börnin hreyfi sig og stundi einhverjar íþróttir,en íþróttir krefjast stöðulyndi,því ekki er nóg að fara einu sinni,það verður að stunda þær til að fá einhvern árangur og hreyfing er það besta fyrir börnin okkar svo að þau falli ekki í þá grifju að fitna,það er nógur tími til þess.


mbl.is Offita barna ætti að teljast vanræksla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykingaleyfi og reykingabann.

Hvernig eiga danskir þingmenn að geta tekið ákvörðun um nokkurn hlut ef þeir geta ekki tekið einróma ákvörðun um að leyfa ekki reykingar í danska  þinghúsinu. þeir taka ákvörðun um að ekki megi reykja á veitingarstöðum og skemmtistöðumen, en þeirra eigin vinnustaður er undanskilinn þessari ákvörðun, að þeir skuli leyfa reykingar í einu sér herbergi þetta er bara móðgun við dönsku þjóðina ,þarna eru þeir að stuðla að óbeinum reykingum hóp fólks,ég er alveg gáttuð,hvernig geta þeir horft framan í  þjóðina sína.GetLost

 


mbl.is Reykingar í danska þinghúsinu sagðar bera vott um tvöfalt siðgæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir fyrir einn.

Þessi hefur keypt tvo jeppa og tvö skráningarnúmer á sama verði og einn,ekki er hægt halda annað,þvílík heppni eða allt vel úthugsað.Þetta er bara eins og HAPPY HOUR sem er víðast hvar á börum erlendis, kaupir einn drykk og færð annan ókeypis.Sniðugur,en ólöglegt.Wink
mbl.is Með tvo eins bíla á sama skráningarnúmerinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá hugleiðing.

Ég er búin að vera í smá fíi, ég skrapp til Madridar höfuðborg Spánar,þar naut ég lífsins, fór ekki á nein söfn í þetta sinn, en naut þess að borða góðan mat og skoða mannlífið sem er glæsilegt og oft mjög skrautlegt. Ég var á útiveitingastað í einu úthverfi  Madrídborgar þar sé ég mann í hörku samræðum við sjálfan sig,þetta var vel til hafður maður en vel valltur enda búinn að innbyrða mikið af víni og bjór.Það var svo gaman að fylgjast með honum því hans samræður voru ekki aðeins í orðum, heldur notaði hann hendurnar og í raun allann líkamann,mér fannst á tímabili eins og hann væri að leika einleik í leikhúsi,svo fékk hann sér sopa inn á milli,þetta var aðalega bjór sem hann drakk, og þegar hann var búin með flöskurnar þá raðaði hann þeim upp eins og hann væri að stilla upp fallegum styttum.Það síðasta sem ég sá til þessa manns var þegar hann strunsaði yfir götuna og að næsta gosbrunni og settist þar niður því næst lét hann hendina renna niður í brunninn og dró upp þungann plastpoka,og viti menn í þessum plastpoka voru bjórdósir, og hann opnaði auðvita eina og fékk sér sopa, segið svo að fólk geti ekki bjargað sér. Þessi litli einleikur minnir mig á það þegar ég var í París á mínum yngi árum þá vorum við tvær vinkonur sem bjuggum í einu herbergi uppi á hanabjálka,við höfðum ekki neinn ískáp, en björguðum okkur með því að setja drykkina og ávextina og það sem þurfti í net og létum netið hanga fyrir utan gluggann,þetta var að vetri til og alltaf vorum við með góða kælingu á því sem við þurftum.

Síðustu orð um Eurovision í ár.

Ég horfði á Eurovision keppnina í gærkveldi eins og margir aðrir. Það voru 24 lönd sem kepptu til úrslita 8 lönd frá Vestur Evrópu og 16 frá Austur Evrópu, af þessum 8 Vestur Evrópu löndum þá eru 4 þeirra sem standa undir kostnaði keppninnar þau eru Frakkland,Þýskaland,England og Spánn,og Vestur Evrópu búar geta ekki sýnt þessum löndum smá virðingu með því að gefa þeim stig,þau lentu í neðstu sætunum. Við skulum segja að þessi lönd hefðu ekki styrkt keppnina í ár þá hefðu 4 Vestur Evrópu lönd kepp til úrslita keppninni. Heyrst hefur að þau séu alvarlega að hugsa um að hætta að styrkja keppnina, einnig að draga sig úr keppninni.

Kven risa Gosi.Risessa.

Þetta er  hreinasta snilld, þetta er Frökkum einum lagið að fá svona hugmyndir , ég er ekki búin að sjá þetta sjálf en ætla ekki að missa af henni,að sjá risabrúðu ganga um götur bæjarins,það hlýtur að gleðja lítil og stór hjörtu.LoL
mbl.is Þúsundir fylgdust með risabrúðu á gönguför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband