Færsluflokkur: Dægurmál

Bloggarar.

Ég las blogg hjá manni í dag, þar sem hann var að fárast yfir því hve vinsæll einn bloggari væri,þessi tiltekni bloggari var orðinn einn vinsælasti bloggari landsins.Þegar ég byrjaði að blogga þá vissi ég lítið um blogg,vissi bara að ég hef gaman af að rausa smávegis út í loftið um hitt og þetta, og þurfti að koma því frá mér.Ég vissi ekki þá að það virðist vera samkeppni á milli bloggara,hver fær mestu lesningu. Það er eflaust í lagi að hafa smá samkeppni,það þarf víst að vera samkeppni í öllu. Síðan las ég annað blogg, þar sem viðkomandi bloggari var að henda út bloggvinum vegna þess að þeir komu ekki nógu oft inn á síðuna,vissulega þýðir bloggvinur það að fara reglulega inn á síður bloggvina sinna en það þýðir kanski ekki það að bloggvinir eigi alltaf að skilja eftir athugasemd.Ég renni stundum yfir bloggvini í því bloggi sem ég er að lesa, og VÁ, það eru stundum 100-200bloggvinir maður gerði ekkert annað allann daginn en að lesa blogg hjá bloggvinum.Skammt er öfganna milli.

Soffía prinsessa af Spáni.

Soffía prinsessa fæddist fyrir nokkrum dögum á Spáni, þetta er annað barn Felipe og Leticia ,fyrir eiga þau eina dóttir, hann sjálfur er yngsta barn konungshjónana hann á tvær systur, og er hann ríkiserfinginn,embættið gengur í karllegg, nú er spurning, hvað verður gert á Spáni, verða lögunum breytt, ég reyndar held að það verði gert en ekki fyrr en Felipe verður orðinn konunugur eftir nokkur ár. Ástæðan er sú að heyrst hefur að elsta systir Felipe  Elena hefur gert tilkall til krúnunnar, og verður því mjög erfitt að breyta lögunum áður en hann tekur við konungstitlinum af föður sínum.


Eirikur rauði.

Ég held að það skipti ekki miklu máli hvað þessir netsíðu spekúlantar segja, ef þeir kunna ekki að meta okkar framlag þá er það þeirra mál, en ég er viss um að Eiríkur á eftir að gera sitt besta,hann er kröftugur söngvari og hefur góða framkomu,og lagið er flott, flottara reyndar á íslensku. Gangi þér vel  Eiríkur í HelsingiJoyful
mbl.is Ekki hrifnir af Eiríki og Valentine Lost
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er af sem áður var.

 Mikið hefur þjóðfélagið breyst hvað varðar opnun um Páskahátíðina. Ég man eftir því þegar  allt var lok, lok og læs á Skírdag og á Föstudaginn langa. Síðan byrjuðu sumar verslanir að opna í nokkra klt á Skírdag og það lá við að manni fyndist það vera Guðlast. Allir veitingastaðir voru lokaðir, og sennilega hafa þeir ferðamenn sem ferðuðust hingað á þessum árum þurft að koma með nesti með sér, eða einfaldlega svelt. En í dag með þessum nyju verslunarháttum, þar sem ekkert er heilagt lengur,  eru matvöruverslanir opnar t.d. á Skírdag og jafnvel sumar verslanir hafa verið opnar á Föstudaginn langa.Vídeoleigur hafa haft opið um helgidagana.Veitingastaðir hafa haft opið,sem er sjálfsagt. Þar sem ég vinn með ferðamönnum,og hef gert mjög lengi, veit ég að þeir eru mjög hissa á allri þessari lokun hjá okkur, ég hef reynt að segja þeim að þetta séu helgidagar og ekki sé óeðlilegt við lokunina, en þeir vilja bara fá sitt, komast á veitingastaði og í verslanir, nú eru þeir glaðir því það er svo miki opið.Ég skil í raun að það er erfitt að loka í 4 daga alveg, ekki hægt að nálgast það sem gleymst hefur og ískápurinn er ekki nógu stór fyrir 4 daga innkaup(ég veit ekki hverning við fórum að hér áður fyrr) einnig fyrir þá sem vilja komast á veitingastaði, og ekki síst vegna stór fjölgunar á ferðamönnum hingað til lands á öllum tímum, , þá þurfum við að hafa sveigjanlegri á opnunartíma, EN þetta stóra EN við verðum líka að bera virðingu fyrir helgidögum og hafa verslanir og sjoppur lokaðar á FÖSTUDAGINN LANGA OG Á PÁSKADAG.  


Heimsókn til Færeyja

 Ég fór í þriggja daga heimsóka til Færeyja, við flugum út á mánudag og komum heim í gær, flugið tók 1 klt og 15 mín, og var afskaplega fallegt að sjá yfir eyjarnar. Ég var mjög hrifin af Færeyjum og er viss um að ég á eftir að heimsækja eyjarnar seinna, þrátt fyrir að aðflugið hafi ekki verið eins ljúft og ég hafði búist við, en það gleymdist um leið og ég snerti fasta jörð. Við dvöldumst í Þórshöfn á Hótel Hafnía, sem er í miðbæ Þórshafnar, alveg rétt hjá ræðismanns skrifstofu Íslands sem á að opna um helgina, skrifstofan er staðsett í timburhúsi sem er í gömlum stíl eins og mörg hús í Þórshöfn. Við lögðumst á gluggana og kíktum inn og súm að allt var á fullu við að klára innréttingar svo að hægt væri að taka húsið í notkun um helgina. Hópurinn fór í skoðunarferð að Krikjubæ, þar er að finna minjar frá miðöldum og kirkju sem hefur verið varðveitt , þar hittum við fyrir gamlann Fæeying sem talaði príðis góða íslensku, hann sagði okkur frá ýmsu hann sagði að Færeyingar sæktu ýmislegt til íslendinga bæði hvað varðar menningu og ekki síst tungumálið, hann tiltók orðið ÞIRLA sem hann sagði að þeir hafðu tekið frá okkur. Í matreiðslubók með gömlum færeyskum uppskriftum sá ég að þeir hafa líka sitt laufabrauð. Við sáum að óneitanlega eru þessar tvær þjóðir mjög líkar, við höfðum gaman af því að lesa götuskilti og auglýsingar og við héldum að við gætum skilið þetta, en annað kom í ljós í mörgum tilfellum því þó svo að orðið sé það sama og í íslensku þá er þýðingin önnur, og þegar við uppgötvuðum þetta þá heyrðust hlátraköll um allt. Ég var ánægð að sjá hvað þeir halda sínum séreinkennum í húsagerðalist, þeir eru mikið með torfþök, og mikið af gömlu húsunum eru friðuð, svona séreinkenni fara hverfandi bæði þar og hér heima. Bara svona í gamni þá var öllum í hópnum gefið sérnafn  til að einkenna okkur og ég hét María í Götu.Smile Grin Joyful  

Fermingar skeyti

Í gær ætlaði ég að senda fermingar skeyti, ég leitaði í Morgunblaðinu að blaðsíðunni þar sem nöfn allra fermingarbarna sem fermast á viðkomandi degi koma fram, og viti menn það var engin síða, ekki eitt einasta nafn. Ég fór á netið og eftir smá leit þá fann ég nafn og heimilisfang þess barns sem ég vildi senda skeytið til, ég hugsaði með mér , ef ég væri orðin svo gömul að ég þekkti ekki til internetsins og hefði enga tölvuþekkingu hvað ætti ég þá að gera? jú þá yrði ég að fá aðstoð mér yngri manneskju til að leita eftir nafni og heimilisfangi barnsins á internetinu, undir síðu Morgunblaðsins sem heitir FERMINGABÖRN. Ég get nú ekki neitað því að ég var ekki sátt við þess breytingu hjá Morgunblaðinu, af hverju er ekki hægt að hafa þetta eins og þetta hefur alltaf verið, fermingar eru jú ekki nema í vissann tíma og á vissum dögum, ekki á hverjum degi, svo það ætti ekki að saka Morgunblaðið á neinn hátt að halda uppi gömlum sið,ég vona að þeir sjái að sér og breyti þessu aftur.

Einu sinni var kóngur og drottning.

Ég er í raun ekkert hissa á Hinrik danaprins, eiginmanni Margrétar þórhildar drottningu Dana.Af hverju ætti hann ekki að vera kallaður Kóngur, það eru drottningar í Noregi og Svíþjóð og þær eru bara venjulegar dömur sem giftust kóngum. Það eru bara aumingja karlarnir sem verða að kallast prinsar. Það er neflilega svo skrítið hvað varðar jafnréttið, það virðist stundum hallast á eina hlið og styrkja stöðu þeirra sem er á þeirri hlið,og oft er það hlið kvenmannsins. Við kvenfólkið getum ekki bara gengið í buxum,við verðum að fara millileiðina og ganga í pilsum líka. Því hin fullkomna samvinna  hlýtur að vera að mætast á miðri leið.
mbl.is Hinrik prins vill verða kóngur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðing um debit og kreditkort fyrir börn.

Nú fer að líða að fermingu sonar míns, og þessa dagana streyma inn allskonar gylliboð frá hinum ýmsu fyrirtækjum, einsog t.d. ljósmyndarar,bakarí,veisluþjónusa,salarleiga.blómabúðir og frá verslunum af ýmsu tagi, ég er ánægð að fá þessi tilboð því það hjálpar manni að taka ákvörðun um hvað eigi að velja. Eitt tilboð sem var sent til okkar var frá banka, og ég get nú ekki neitað því að ég var dálítið hissa, því það var verið að bjóða syni mínum DEBIT OG KREDIT KORT á mjög svo góðum kjörum, það getur verið að ég sé dálítið gamaldags en ég hélt að 13-14 ára gömul börn ættu að vera undir verndarvæng foreldra sinna og þau ættu að sjá um kostnað af ýmsu tagi fyrir þau, þar til þau vera eldri.Er það gegnum gangandi hér í þessu þjóðfélagi að 13-14 börn er orðin fjáhagslega sjálfstæð á þessum aldri og vingsi um með DEBIT og KREDIT kort,eða er þetta bara þægilegra fyrir foreldrana?. Ég vil að minn sonur leggi inn í banka og safni fyrir því sem hann hefur áhuga á að eignast seinna meir, það sem hann vill í dag fær hann peninga hjá okkur foreldrunum. Ég er stórefins um að börn séu eitthvað sjálfstæðari eða hafi betra vit á peningum verandi með seðlaveskið fullt af PLASTKORTUM .Shocking W00t Frown

Rauðhærða ljónið.

Hvað varð af rauðhærða ljóninu honum Eiriki Hauksyni, hann er orðinn dökk dökk rauðhærður, ég vil sjá aftur þennann ljós rauðhærða víking sem á eftir að gera það gott í Helsingi. Í sambandi við myndbandið, þá var ég ekki fullkomlega sátt, ég hefði viljað að íslenska og enskan hefðu verið blandað saman í taxtanum, því lagið hljómaði mjög vel á íslensku aldrei eins og vant. Lagið er grípandi og flott, og ekki sakar að Eirikur hefur flotta sviðsframkomu.

Letihelgi.

Þá er helgin búin og ég hef ekkert bloggað, því ég reyni að gera eitthvað annað skemmtilegt um helgar,þ.e.a.s. þegar ég er ekki að vinna.Á föstudag fór ég á bókasafnið og reyndi að fá tvær bækur sem einn bloggvinur minn benti mér á að lesa um Krissfestingu og upprisu Jesú Krists, en þær voru ekki til á safninu, ég ætla að panta þær, í staðin tók ég aðrar tvær og önnur þeirra er Tómasar guðspjall,laugardaginn notaði ég til að  kíkja á hana,þar sem veðrið var ekki sem best gott að vera heima í leti með fjölskyldunni. Á sunnudag fór fjölskyldan í messu, þar sem sonur minn er að fara að fermast í april, og allt er á fullu í undirbúningi. Á eftir fórum við í Perluna á bókamarkaðinn þar sem ég keypti mér fjórar bækur á góðu verði þær eru : GÖNGIN TIL EILÍFÐAR,DÆTUR KÍNA BÆLDAR RADDIR, EYÐIMERKUR BLÓMIÐ OG STEINN STEINARR LEIT AÐ ÆVI SKÁLDSINS, hann er í miklu uppáhaldi hjá mér.

 

UTAN HRINGSINS    

 Ég geng í hring.

Í kringum allt, sem er.

Og innan þess hrings

er veröld þín.

 

Minn skuggi féll um stund

á gluggans gler.

 

Ég geng í hring

í kringum allt, sem er.

Og utan þessa hrings

er veröld mín.

Höf:Steinn Steinarr.                              

 

 

 

 

 


« Fyrri síða

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband