Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Ekki hneykslast á Spánverjum !

Ég sé að aðrir bloggarar hneykslast á Spánverjum fyrir langan dóm það er þó búið að dæma í málinu og þeim verður komið fyrir lás og slá, og þessum mönnum verður ekki  sleppt neitt á næstunni.Þarna er um að ræða glæpamenn frá Marokkó en aldnir upp á Spáni,sem sagt Spánskir arabar.Skrítið því á milli ársins 711 til 1492 bjuggu munameðtrúar menn og kristnir í sátt og samlindi á Spáni þar til Ísabella og Ferdinand konungshjónin ráku múhameðstrúar menn í burtu ásamt gyðingum,þetta er kannski hefnd.

Það eru ekki allir sannfærðir um að þetta séu höfuðpaurarnir,PP Partido Popular hægri flokkurinn sem töpuðu kosningunum 2 dögum eftir tilræðið eru sannfærðir um að ETA aðskilnaðar hreyfing Baska standi að baki tilræðissinnis.

Ég sjálf álít að einhverir fleiri standi þar að baki,þeir hafa ekki unnið einir þessir menn,ég hallast einnig að ETA því þeir hafa sambönd og möguleika til að nálgast þetta sprengjuefni,en þetta er bara mitt álit sem skiptir ekki miklu máli.

 


mbl.is Hryðjuverkamenn í Madrid dæmdir í 40 þúsund ára fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að þessum mönnum,geta þeir ekki látið þær í friði !

Ýmislegt þarf að gera til þess að konur fái frið fyrir kynferðisáreiti karla,þessi hugmynd að einangra þá frá konunum í lestum er ekki svo vitlaus.Við hér á Íslandi erum svo heppin að vera svona fá og vera ekki með lestar af neinu tagi.

,Ég get alveg ímyndað mér hvernig það er að ferðast í þessum neðanjarðar lestum í stórborgum,þær hljóta að vera vel pakkaðar af fólki sem stendur þétt upp við næsta mann og það er á mörkum að það sé hægt að hreyfa sig.Neðanjarðarlestir hljóta að vera góður leikvöllur fyrir þá sem iðka þá iðju að áreita kynferðislega,ég sé það fyrir mér,hendurnar leika væntanlega stórt hlutverk í þéttbýli neðanjarða lestanna, káf hér og káf þar.Aumingja mennirnir,að vera svona miklir ræflar nú fá þeir skömm í hattinn,það ætti  einfaldlega að láta þá  ferðast með öðrum karlmönnum í sér vögnum og eyrnamerkja þá. Skömm fyrir þá,þeir fá ekki að koma nálægt konunum í neðanjarðar lestum.


mbl.is Einungis fyrir konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er afturhaldsseggur í áfengismálum,ég segi nei,ekki í matvöruverslanir !

Ég ætla ekki að dæma hvort Guðlaugur Þór sé hæfur sem ráðherra vegna þess að hann er með þessu frumvarpi,hann um það.Það sem ég vildi koma á framfæri,er,hvers vegna erum við með þessi tollalög.Á Keflavíkurflugvelli, megum við ekki kaupa nema viss mikinn bjór og viss mikið af sterku víni á ekki að leyfa okkur að kaupa eins mikið að öllu víni eins og við viljum.Megum við ekki líka kaupa hvað sem er,hvers vegna erum við með tollara við komuna til landsins.?


mbl.is Efast um hæfni heilbrigðisráðherrans til að gegna embætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Versnandi heimur fer.

Því miður sá ég ekki fréttina  í sjónvarpinu um þetta mál í  gærkvöldi en mér skil að það hafi verið hræðilegt að sjá grátandi börnin hrædd og óvarin.Getur verið að fólk sé svona illt ?,það þykist vera að gera góðverk,eða jafnvel heldur sig vera að gera góðverk.Hvað er ætlar þetta fólk  að gera.

Mér hryllir við tilhugsuninni,börnin eru slitin frá foreldrum í nafni góðverka jafnvel til að selja til kynlífsþrælkunar.Við vitum að úti í hinum stóra heimi þá er alltaf vöntun á líffærum,maður hefur heyrt um fátækt fólk sem hafa selt líffæri úr sér sem það má missa eins og t.d. annað nýrað,þetta fólk er að reyna að bjarga sér og fær borgað fyrir nýrað.Hugsið ykkur að heimurinn skuli vera þannig að fólk skuli þurfa að selja úr sér líffæri,og að til skuli vera aðrir sem notfæra sér erfiðleika annarra.

Ég spyr sjálfa  mig,er það þetta sem átti að gera við blessuð börnin  drepa þau og stela frá þeim líffærunum og selja þau svo hæstbjóðanda.Það eru margir í heiminum með steinhjarta,þeir hugsa hvað með nokkur svört börn frá Afríku,hver mun sakna þeirra,nokkrum börnum færra.Peningar geta gert mjög góða hluti en mjög oft illvirki, eins og þetta, í þessu tilfelli hafa það örugglega samlandar sem hafa fengið borgað fyrir að útvega  börnin.Hvernig væri að þeir sem eru með steinhjarta,myndu bræða hjarta sitt aðeins og hugsa,af hverju ekki að hjálpa þessu fólki til að búa við mannsæmandi líf,byggja upp skóla, mennta börnin til þess að þau verði framtíð landsins,er það ekki sem við viljum öll hér og annarstaðar,af hverju ekki líka í Afríkuríkjum.

 


mbl.is Sextán Evrópumenn ákærðir fyrir mannrán í Chad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er ástæða flutningana,það finnst mér skipta meira máli .

Verið getur að íslensk flugvél á vegum Loftleiða leiguflugs hafi verið notuð til að flytja börnin frá Tsjad til Frakklands,og ekki getum við amast út í það, því vélin var í leigu hjá Spænsku  flugfélagi.Mér finnst í raun ekki skipta máli hvaða vél eða hvaða flugfélag flutti börnin ólöglega. Aðalatriðið að mínu mati er ástæðan fyrir flutningnum,af hverju voru þau flutt til Frakklands,hver er framtíð þeirra þar,eða á að flytja þau eitthvað enn lengra,hvað bíður þeirra???
mbl.is Íslensk flugvél notuð við ólöglegan flutning barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugmyndasmiður vildarsjóðsins ætti að fá Íslensku Fálkaorðuna.

Ef einhver ætti skilið að fá Íslensku Fálkaorðuna þá er það sú kona sem átti hugmyndina að Vildarbörnum,þessi kona lætur lítið yfir sér og vill ekki láta bera á sér,en hrós á hún svo sannarlega skilið fyrir þetta frábæra framtak.Þessi sjóður hefur gefið mörgum sjúkum börnum tækifæri til að ferðast til annarra landa og foreldrum þeirra.Ég hvet alla sem ferðast erlendis og eru með smáaura aflögu að láta það renna í Vildarsjóðinn,bara biðja flugfreyjurnar um poka frá Vildarsjóðnum það hjálpar svo sannarlega.Heart

 


mbl.is 40 börn komast í draumaferðina fyrir tilstilli Vildarbarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

N um McCann málið,forerldrarnir með nýja herferð.

Ekki veit maður lengur hverju maður á að trúa,allt í einu er komin teiknuð mynd a manni berandi barn í fanginu,hvað segir þessi mynd okkur,jú alls ekki neitt.Maðurinn á að hafa verið um 170cm að hæð og aldur á milli 35-40,þetta er hlægilegt,gæti verið hver sem er.

Þessi kona frú Tanner sagði mörgum mánuðum eftir 9 manna hópurinn borðaða síðustu kvöldmáltíðina saman, að hún hefði séð mann hegða sér undarlega fyrir framan Oceano Club íbúðirnar,einnig sagðist hún haf séð mann bera barn í fanginu frá íbúðunum og þetta var kl 21:15 annar úr hópnum sagði að frú Tanner hafi hvergi verið nærri íbúðunum.Hvað er Oceano Club 9 hópurinn að gera,er þetta samantekið ráð.?

Ég er farin að halda að þessi kvöldmátíð hafi verið plönuð af hópnum vitandi vits til að rugla fyrir einhverju sem hafði gerst,hvað gerðist og hvenær það vitum við ekki,og fáum seint að vita.

 

 


mbl.is Mynd birt af hugsanlegum ræningja Madeleine
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki vera svona barnalegir og setja alla undir sama hatt,við erum öll venjuleg !!!

Í Morgunblaðinu í dag á bls.9 er viðtal við ungann alþingismann,einn af mörgum sem vilja leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum.Þar bendir hann á ýmislegt hvað verðar þetta frumvarp,og ætla ég ekki að tíunda það hér,en það sem ég hjó eftir er það að ég er óvenjuleg.Í greininni er hann spurður hvort hann búist við því að frumvarpinu verði breytt,ungi alþingismaðurinn segist búast við því en :

"Hins vegar finnum við fyrir miklum stuðningi frá "venjulegu fólki". Hann segist ekki skilja af hverju þurfi að ræða þessi má með þeim hætti sem hefur verið gert.Það er fullt af venjulegu fólki sem ekki á við nein áfengisvandamál að stríða,og samkvæmt þeim sem styðja frumvarpið er engin ástæða til að láta meirihlutann gjalda fyrir að einhverjir hafa farið út af sporinu."

Ég var svo hissa þegar ég las þetta í morgun,ég hugsaði með sjálfri mér,heyrðu María hefur þú farið út af sporinu,og þá hvaða spori,ég er ein af þessum venjulegu "óvenjulegu manneskjum sem aldrei hefur orðið drukkin um ævina.

Þið sem viljið áfenga drykki inn í matvöruverslanir,ekki vera svona barnalegir,hvernig dettur ykkur í hug að halda fram að flestir þeir sem eru á móti þessu frumvarpi eigi við áfengisvandamál að stríða,það er svo víðsfjarri,það er fullt af "VENJULEGU" fólki sem er á móti frumvarpinu,og kunna svo sannarlega að drekka áfengi og misnota það ekki á nokkurn hátt.Whistling

 


Já það er alveg voðalegt að ferðin breyttist í fjölskylduferð !!

Lífið er bara svona stundum,það getur verið að þetta atvik sé að kenna fjölskyldunni að hún eigi að vera saman í fríi,ekki að einhverjir aðilar úr fjölskyldunni séu uppteknir allan daginn að leika sér að slá bolta,og ekki bara í einn klukkutíma, eða tvo það fer allur dagurinn í þetta.Fjölskyldan verður að hafa áhuga á sömu "íþrótt" svo að vel geti farið.

Ég hef oft séð það í ferðum að hjón fara saman í ferð t.d. til sólarlanda,strax daginn eftir komuna þá er bóndinn tilbúinn á tröppunum kl 09:00 að morgni til með allar græjur og fatnað í stíl,eiginkonan liggjandi alein út við sundlaug ekki vitandi hvað hún eigi að gera með daginn,síðan kemur bóndinn heim aftur um kl 17.00 jafnvel seinna,því það á sko að nota tímann.

Ég held bara að Icelandair sé fjölskylduvænt flugfélag.CoolWhistling


mbl.is Icelandair skildi 30 golfsett eftir á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorgaratburður á Sagres sem er kallaður Heimsendi...

Það er sorglegt að vita lesa svona frétt,frá Sagres skaganum en hann er kallaður Heimsendi vegna þess að hann er vestasti tanginn í Evrópu og á sér merka sögu.Strendur Portúgals eru með fegurstu ströndum sem maður sér,en Portúgal er við Atlantshafið,og er því straumhart og erfitt oft á tíðum,Sagres tanginn er mjög oft vindsamur,þar stofnaði Hinrik Sæfari siglingarskóla á miðöldum,og stendur byggingin enn.En það sem ég vildi segja er það að þegar foreldrar fara í frí á sólarstrendur þá verðum við að passa mjög vel uppá börnin,þau eiga ekki að fara ein út í sjó,jafnvel þó að sjórinn sé spegill sléttur,það þarf ekki annað en að einhver reki sig utan í barnið og það nægir til þess að slys getur gerst.Eitt af því sem öryggisverðir á ströndum hafa áhyggjur af er að ferðamenn fara ekki eftir viðvörunum,þ.e.a.s. flöggunum þrem gulu,grænu og rauðu,ég geri ráð fyrir að allir viti hvað þau þýði en þau hafa sögu merkingu og götuljós,rautt þá má alls ekki fara út í sjó,gult fara varlega og grænt öllu óhætt,þetta er eitt af því sem við sem ferðamenn eigum að virða og fara eftir.
mbl.is Hjón drukknuðu er þau reyndu að bjarga börnunum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband