Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Tökum með vara það sem Sky fréttastofa segir um málið.

Ég get ekki trúað öllu sem Sky fréttastofa segir um mál McCann fjölskyldunnar,ég fylgist með málinu í gegnum spönsk og portúgölsk blöð og trúi þeim frekar en uppsláttar fréttum frá Sky.Ég hef hvergi séð hvorki í sjónvarpi né blöðum ásökun um að Madeleine litla hafi verið grafin á Spáni,það er einfaldlega verið að rannsaka ferðir hjónanna til Huelva á suður Spáni,ekkert annað,alveg eins og lögregla í Portúgal vildi rannsaka kirkjuna þar sem McCann hjónin fóru í og höfðu lykil að.Það er ekkert óeðlilegt við að rannsaka hjónin,þau eru jú grunuð og foreldrar Madeleine litlu.


Ég er ekki leið á málinu,en vil að því ljúki sem fyrst,sérstaklega fyrir Madeleine.

Nú er verið að rannsaka ferð sem McCann hjónin fóru til Hueva á suður Spáni.Frá Praia da Luz á Algarve þar sem fjölskyldan var eru um 100 -120 kl til San António sem er landamærabærinn Portúgals megin síðan þarf að fara yfir landamæra brúnna sem er um 1 km,þá ertu komi til Spánar og frá landamærunum til Huelva eru aðrir 100-120 km.Nú er verið að rannsaka ferð McCann hjónanna sem þau höfðu fyrir hugað þann 2.ágúst en frestuðu í 1 dag og fóru 3 ágúst.Í Huelva þessa helgi sem hjónin fóru voru mikil hátíðarhöld og bærinn fullur af íbúum og aðkomufólki og bókstaflega allt sem heitir þjónusta var í lágmarki eða einfaldlega lokað,nema veitingarstaðir og barir.McCann hjónin höfðu á einum mánuði ekið 2750 km,sem þykir nokkuð mikið,nú vill lögreglan í Portúgal fá upplýsingar um þessa umfram km sem ekki fannst nein skýring á.sjá slóð:

http://www.elmundo.es/elmundo/2007/09/27/internacional/1190886066.html


mbl.is Tilgáta um að Madeleine hafi verið jörðuð á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styðjum íbúa Burma klæðumst rauðu.

Ég var að lesa blogg Bjarkar Vilhelmsdóttir,þar sem hún fékk SMS frá Svíþjóð og heimurinn er hvattur til að klæðast rauðum bol eða skyrtu.Ég vil sýna íbúum Burma stuðning og er því komin í rauða peysu,ég vona að aðrir geri það sama.Angry Frown Pinch

Er það tímaþjófur að vera bloggari ?

Að blogga er nokkuð tímafrekt að mínu áliti,það sem ég hef tekið eftir er það að ég hef ekki sama tíma til að lesa góðar bækur síðan ég byrjaði að blogga,ég er með þrjár mjög góðar bækur á náttborðinu hjá mér og þær eru búnar að liggja þar í 1 mánuð,það finnst mér ekki nógu gott þær eru sennilega ekki nógu spennandi.Ég spyr sjálfa mig að því hvort ég geti kennt blogginu um,jú ég held að það sé raunin,ég hef ekki sama tíma síðan ég fór að blogga,því það er svo spennandi  að blogga.bee_small ég er í svona klípu einsog hann,verð svona rangeygð við að blogga.


Þetta var ekki Madeleine McCann.

Þegar ég bloggaði um þessa frétt í gærkvöldi,þá fannst mér það ólíklegt að stúlkan á myndinni gæti verið af Madeleine litlu,en alltaf má samt vona.í framhaldi af þessarri frétt spyr ég,er Madeleine McCann eina barnið sem hefur horfið í heiminum?, sú umfjöllun sem málið hefur fengið er hreint og beint ótrúlegt,ég er engin undantekning,því ég hef bloggað mikið um þetta mál.Hvers vegna hafa önnur má þar sem börn hafa horfið ekki fengið sömu umfjöllun,hvað gerir það að verkum er það vegna þess að foreldrarnir eru af efri miðstétt,og Breskt þjóðfélag getur ekki kyngt því að svona lagað gerist hjá efri stéttar þegnum.Eða er það vegna þess að einhver er að reyna að rugla fyrir rannsókninni með sífelldum nýjum uppákomum.Að foreldrarnir skuli getað ráðið til sín einkaspæjara,og ekki af verri endanum því þeir hafa starfað bæði í Bandaríkjunum og á Bretlandi,og að hafa talsmann sem starfaði fyrir Bresku ríkistjórnina,málið er rekið eins og fyrirtæki,ótrúlegt svo ekki sé meira sagt.Óskandi væri að öll þau börn sem horfið hafa í heiminum sitji við sama borð.
mbl.is Veruleg vonbrigði að myndin reyndist ekki vera af Madeleine
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta Madeleine McCann litla ???

Interpol rannsakar mynd sem tekin var í Marokkó af Spánverjum sem voru í sumarfríi þar.Nú er bara spurningin hvort þetta sé Madeleine litla,sjá slóð:http://www.elmundo.es/elmundo/2007/09/25/internacional/1190727800.html


N um Madeleine McCann litlu.

Á hverjum degi koma ný og ný gögn í ljós,eitt af því sem rætt er um er að McCann hjónin hafi ráðið til sín sérsveitamenn Breska flughersins, Special Air Service, Control Risk Group CRG ,til að leita að Madeleine litlu.Þessi sérsveitahópur mun haga leitinni á öðrum nótum en Portúgalska lögreglan það er hún mun einblína á önnur lönd eins og t.d. Spán og Marokkó.sjá slóð: http://www.elmundo.es/elmundo/2007/09/24/internacional/1190620242.html

Einnig það að foreldrarnir hafi ekki litið eftir börnunum á meðan þau voru að borða og skemmta sér,það er margt sem getur gerst þegar fólk er að skemmta sér í hóp með öðrum.McCann hjónin sögðu að hópurinn hefði skipst á að líta eftir börnum hvers og eins,en síðar kom í ljós að svo var ekki,einn úr hópnum sagði að hvert foreldri hefði litið eftir sínum börnum.Málið er orðið það ruglingslegt að maður veit ekki lengur hverju maður á að trúa.Errm


mbl.is „Foreldrar Madeleine yfirgáfu ekki veitingahúsið"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

N um Madeleine McCann.

Tveir segjast hafa séð Madeleine  McCann í Marokko,og bæði sögðust þau hafa séð hana í Marrackeh nálægt Hótel de Marrakech.Önnur er Norska stúlka sem segist hafa séð hana í júní nálæt hótelinu,hún hafi litið illa út í fylgd með karlmanni og talað lýtalausa ensku,hún á að hafa beðið um að fá að sjá móðir sína,hinn sem segist hafa séð hana er enskur ferðamaður og hann sá hana einnig nálægt sama hóteli.sjá slóð. http://www.elmundo.es/elmundo/2007/09/23/internacional/1190527736.html


mbl.is Milljónamæringur ætlar að veita McCann-hjónunum aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hillary Clinton þarf að verja sig.

Sagt er að samkeppnin um útnefningu um forsetaframbjóðenda Demókrata fari fram kurteisilega,það er ekki allskostar rétt,því að í El Pais í gær kom fram grein þar sem hún var að verja sig gegn ásökunum um það að hún væri lesbísk,allt er notað til að koma óorði á mótframbjóðendur.En verði Hillary Clinton valin þá eru spennandi kosningar framundan í Bandaríkjunum,þar sem hún gæti orðið fyrsti kvenforseti þjóðarinnar,það yrði mikill áfangi.W00t
mbl.is Hillary Clinton sætir vaxandi gagnrýni keppinauta sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá grín.

bad_hair_day_cat Ég sem fór í hárgreiðslu í morgun,ég skil þetta alls ekki,ætli ég verði ekki að skipta um hárgreiðslukonu,þetta gengur ekki lengur !!! LoL

toiletcat Það er stanslaust verið að trufla mig,mér er sagt að hypja mig í burtu,af hverju geta þau ekki farið eitthver annað,þetta er minn staður hér sef ég best.!!!Whistling


Næsta síða »

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband