Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Búin að henda út bloggvinum !

Þá er ég búin að henda út þeim bloggvinum sem ekki voru virkir,og nú fer ég á stúfana að leita að nýjum bloggvinum,kannski koma þessi tveir sem eru hér fyrir neðan í staðin?LoLGrinWink

 Cup_of_cat

 

 

 

 

+

 

  

 

 


Út með nokkra bloggvini.!!!

Ég ætla að kasta nokkrum bloggvinum út hjá mér,og eru það þeir sem ekki hafa skrifað neitt blogg síðan ég veit ekki hvað í marga mánuði,til hvers að hanga með mynd af einhverjum sem ekki skrifar og tilkynnir ekki bloggfrí ef þau skrifa ekki þá lesa þau ekki bloggið hjá mér,og kalla hann eða hana bloggvi.  Nei,út með þau.Cool


Farin heim.!

Þá er McCann fjölskyldan farin heim í  raun skil ég ekki ástæðuna,kannski vegna þess að þau vilja vera heima hjá sér ef þau verða ákærð og taka út dóminn þar í bresku fangelsi,en við skulum vona að til þess komi ekki.Það hlýtur að gera rannsóknina erfiðari þar sem þau eru ekki til staðar.Mér hefur ekki líkað sú umræða sem  hefur verið í gangi, að Portúgalska lögreglan standi sig ekki,við megum ekki gleyma því að Breska lögreglan tekur líka þátt í rannsókninni,m.a. með rannsóknar hundum sem leituðu í íbúðinni eftir vísir af erfðarefnum.Þau gögn sem fundust voru send til Bretlands og rannsökuð þar.Svona neikvæð umræða,sem jafnvel birtis í blöðum erlendis og heyrist t.d. frá  fjölskyldu McCann er ekki af hinu góða,við getum ekki litið á svona rannsókn eins og við værum að horfa á Bandaríska bíómynd þar sem allt er svo létt og sökudólgur finnst á "no time".Það síðasta sem maður les er það að Portúgalska lögreglan hafi komið fyrir í íbúðinni og í bílnum þeim erfðarefnum sem fundist hefur,hvernig er hægt að saka lögregluna um slíkt,við sjáum þetta í sjónvarpsþáttum eins og Law and Order og öðrum slíkum þáttum en ekki í raunveruleikanum ég vil ekki trúa því.
mbl.is Foreldrar Madeleine á heimleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju vilja þau allt í einu fara frá Portúgal ?

Vissulega eru McCann hjónin ekki sek fyrr en sekt er sönnuð,þess vegna eiga þau ekki að fara frá Portúgal ef þau hafa hreinan skjöld.Þau geta haldið áfram herferð sinni við að leita að dóttir sinni því hún hvarf í Portúgal ekki í Bretlandi.Ég reyndar álít að þau eigi að hætta herferðinni,og leyfa lögreglunni í Portúgal og Bretlandi að vinna vinnu sína allt annað er til að rugla málið,það er kannski áætlunin.Málið hefur verið einkennilegt frá byrjun,og ég vona að þau séu saklaus og sökudólgurinn finnist fljótt.Errm
mbl.is Foreldrar Madeleine vilja komast frá Portúgal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að gerast í atvinnumálum landsmanna ?

Það er ekki frásögu færandi að ég fór í verslun í morgun,þar afgreiddi mig ungur maður sem sagði ekki orð,hvorki takk,né gjörðu svo vel eða hve mikið ég skuldaði,ég sagði við hann í góðu að hann ætti að nota nokkur orð í íslensku það væri vel þegið,og hann brosti.Ég er ekki að finna að því að útlendingar séu í vinnu hér,það væri ekki við hæfi frá minni hlið,en það er annað sem liggur að baki  þegar ég segi hvað er að gerast í atvinnumálum landsmanna? Hvað gerir það að verkum að það vantar í flest þjónustu störf,ummönnunar störf,leikskóla og f.l.. það er væntanlega vegna þess að þessi störf eru ekki nógu eftirsótt vegna launa og sennilega þykja ekki nógu fín,því ekki er hægt að bjóða sprenglærðum sérfræðingi að vinna þessi störf.En erum við öll Íslendingar sprenglærðir sérfræðingar, ég held ekki ,er ekki komið eitthvað í þjóðfélagið,við viljum öll vera í störfum sem ekki eru erfiðis störf og með topp laun.Ég spyr bara eru TIL NÓG AF STÖRFUM, fyrir það fólk sem EKKI vill vinna þessi þjónustu störf og ummönnunar störf.Afleiðingar þess að við viljum velja þau störf sem við vinnum við ,sem er  í raun ekkert skrítið, eru þær að við verðum að flytja inn vinnuafl til að þjóna okkur,og þá segi ég verum ekki með neina hræsni gagnvart innflytjendum tökum vel á móti þeim,og reynum að gera þá að góðum þegnum.En hvað varðar okkur Íslendinga þá segi ég  bara að öll störf eru jafn nauðsynleg,því ef ekki væri til sá sem tekur ruslið hjá okkur eða sá sem afgreiðir okkur úti í búð þá veit ég ekki hvar við værum stödd.Við þurfum að breyta hugarfari okkar,förum að líta jákvæðum augum á öll störf þjóðfélagsins og  borgum því fólki sem velur þessi "óvinsælu"störf , betri og mannsæmandi laun.Drullugallar og þjónustuföt verða að vera til staðar,það geta ekki allir unnið í jakkafötum og drögtum.Wink

N um Madeleine McCann !

En koma einhverjar fréttir um þessa litlu stúlku,en það sem ekki hefur komið fram er að erfðarefnin sem fundust eru líklega úr barninu,og að foreldrarnir eru yfirheyrð í sitt hvoru lagi,Sá eini sem liggur undir grun er þessi Englendingur sem býr í næsta nágreni við íbúðarblokkina þar sem fjölskyldan bjó í Portúgal.Ég hef lesið í nokkrum bloggum þar sem er verið að setja út á Portúgölsku lögregluna,það finnst mér ekki sanngjarnt,því hún hefur lagt töluvert á sig til að finna litlu stúlkuna,en það er ekkert óeðlilegt að Bresk yfirvöld leggi sitt að liði þau eru jú Bfreskir þegnar.Foreldrarnir gert það líka með ýmsu móti,meðal annars hafa þau sagt að barnið væri ef til vill á Spáni,ég hlustaði á viðtal við þau þegar þau tilkynntu þetta,en höfðu ekkert fyrir sér í því þetta voru bara getgátur,og svona getgátur seinka fyrir rannsókn.Ég vona svo sannarlega að þetta mál fari að leysast fyrir alla aðila.
mbl.is Erfðaefni fundið í rannsókn á hvarfi Madeleine
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríkjamenn gera allt vitlaust vegna eigu kjarnorkuvopna,en hvað gerist heima fyrir !

ThumbnailServer2

Öryggið hjá Bandaríkjamönnum virðist ekki vera upp á marga fiska,ef sprengivél með virkum kjarnaoddum getur flogið þvert yfir Bandaríkin án þess að nokkur viti af því finnst mér  vera virkilega hlægilegtLoL,ég held að þeir ættu að hugsa aðeins meira um það sem er að gerast heima fyrir og ekki hafa svona miklar áhyggjur af þeim löndum þar sem olía finnst.Þeir gera allt vitlaust ef hinn minnsti grunur leikur á að kjarnorkuvopn geti verið í landinu,ég veit ekki betur en Bandaríkjamenn séu þeir sem einna mestu kjarnorkuvopn eiga,ég vona svo sannarlega að þeir passi vel upp á sín kjarnorkuvopn og geymi þau í vel læstum hirslum sem engin kemst í, ekki einu sinni Hr.Bush,því þá væri við í virkilegri hættu.


mbl.is Flaug með virkar kjarnorkusprengur yfir þver Bandaríkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingja konan að eiga svona son,og aumingja maðurinn að eiga svona móðir. !!!

Hvað er að manninum,blessuð konan er betur sett án hans svein mér þá,að láta sér detta í hug að ræna því eina sem styttir stundum gömlu konunnar,og það eina sem er henni hjartfólgin.En það er ekki hægt annað en að vorkenna manninum,því hans eigin móðir tekur köttinn framyfir hann,hvernig uppeldi hefur aumingja maðurinn fengið hjá foreldrum sínum.Auðvitað er hægt að velta þessu fram og til baka,hvar liggur sökin, er það hjá uppeldi móðurinnar eða hefur maðurinn sjálfur gert sig svona illann,því ekki er hægt að segja annað en að hann vill móðir sinni virkilega illt,hann hefur svo illt í huga að hann má ekki einu sinni nálgast móðir sína,hvað gerir það að verkum að fólk verður svona einkennilegt.?W00t Shocking Frown
mbl.is Ákærður fyrir að hóta að ræna ketti móður sinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðingar um fréttir.

Ég var að lesa yfir erlendar fréttir í morgunblöðunum í dag,það er varla hægt að segja að þær séu ánægjulegar,endalausar fréttir af stríði,hryðjuverkum,óeirðum af öllum stærðum og gerðum.Alveg er með ólíkindum hvað við mannfólkið komum okkur illa saman.Hvað er þetta með okkur er þetta metnaður,græðgi hroki eða heimska.Einu jákvæðu fréttirnar sem ég sá var að súnnítar og sjítar eru að reyna að tala saman,því ef sami trúarhópur með mismunandi áherslur geta ekki verið vinir þá er fjandinn laus og ef þessi hópur kemur sér saman um að semja frið þá held ég að mikið hafi náðst.Hissa var ég þegar ég sá frétt frá Kaupmannahöfn,ekki finnst mér að það eigi að vera óeirðir þar né annarstaðar í heiminum.Friður er eitthvað sem er hver og einn verður að leggja hönd á plóg til að ná markmiði,eins og hjón þau þurfa að nálgast miðpunktinn og rétta bæði fram sáttarhönd,annars er illt í efni.Þessi hugleiðing er aðeins vegna þess að okkur er öllum nauðsyn að lesa jákvæðar fréttir í blöðum landsins. Wink Whistling
mbl.is Kínverski herinn braust inn í tölvukerfi Pentagon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón og séra Jón

Á ekki það sama að ganga yfir alla,sama hvort það séu Saga Class farþegar eða ekki.Ég get ekki séð að Saga Class farþegar séu eitthvað líklegri til að vera EKKI með vopn á sér en hinir sem sitja í almennu farrými,eða hvað finnst ykkur?
mbl.is Ákvörðun um Saga Class vopnaleitarhliðið frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Picture 531

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband