Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Ekki er nú öll vitleysan eins,hvað ætlar hann,hún, að segja barninu kannski ekki neitt,eða elskan, ég var einu sinni kona og vildi verða karlmaður og lét breyta mér, en vildi ekki alvega sleppa því að vera kona,ég vildi vera bæði kona og karl.Þetta er kannski framtíðin.
Þungaður karlmaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 31.3.2008 | 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég hef verið mjög óvirk í blogginu eftir áramótin,ástæðan er að faðir minn hefur verið mikið veikur og hef ég viljað vera hjá honum sínar síðustu stundir.Faðir minn Kristján Páll Sigfússon kaupmaður frá Ísafjarðardjúpi lést 14.mars og verður jarðsunginn 28.mars frá Dómkirkjunni í Reykjavík.
Faðir minn hefur barist við Alzheimer sjúkdóminn í nær 10 ár og hefur verið sannkölluð hetja í sínum veikindum,enda var hann allra manna hugljúfi.Það er svo sárt fyrir aðstandendur að horfa uppá sína ástvini hverfa inn í sinn eigin heim og hver stöðin í heilanum lokast hver af annarri,færnin hverfur smátt og smátt.Faðir minn var sérstaklega glaðlind persóna og átti alltaf bros fyrir alla alveg frammá síðasta dag,þetta bros,glaðlindi og hlýjan faðm mun ég geyma í hjarta mínu alla ævi.
Stjórnmál og samfélag | 22.3.2008 | 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Tölvurnar eru alltaf að taka meira og meira yfir ,hin mannlega hönd fer að verða óþörf.Flugfélögin eru ekki ein um að vilja spara mannskap,þetta byrjaði fyrir mörgum árum á bensínstöðvum þegar boðið var upp á sjálfsafgreiðslu,en á móti ódýrara bensíni.
Ef þú vilt kaupa flugmiða þá getur þú gert það í gegnum tölvuna,og fengið svo flugmiðann sendan heim í gegnum tölvuna og þú prentar seðilinn út.Viltu panta hótel út í heimi þá gerir þú það í gengnum tölvuna.Það er nánast hægt að nota tölvuna í hvaða viðskiptum sem er hér á landi og úti í heimi.Ekki er hægt að segja annað en að þetta er þægilegt.
Þeir sem bölva þessari þróun mega ekki gleyma því að með tilkomu tölvunnar breyttust vinnuhættir almennings,og þó svo að mörum finnist tölvan komi til með að taka vinnu frá fólkinu,þá mun það ekki vera alveg svo.
Ef við lítum á eina tölvu,þá þarf mann til að búa hana til,menn þurfa að selja hana og menn eru þarfir til að kenna á hana,og einnig til að vinna á hana,svo ég nefni ekki þeir sem þurfa að gera við hana.Með þessari upptalningu vil ég segja að við mennirnir erum ekki óþarfir vegna komu tölvunnar starfshættir og starfsvettvangur hafa breyst ,og fólkið með.
Flugfélög bjóða upp á netinnritun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 9.3.2008 | 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Spasskí kominn til landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.3.2008 | 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þar sem ég vinn með ferðamönnum,þá gefur það auga leið að ég tala mikið við þá um daginn og veginn og álit þeirra á Íslandi.Lítið nefna þeir stóriðjur og eyðileggingu á landslagi,en það sem virkilega liggur þeim á hjarta er dýrtíðin hér,og þá sérstaklega hvað varðar mat.
Þeir koma móðir,másandi og æstir eftir eina kvöldmáltíð sennilega síðustu kvöldmátíðina á Íslandi því eftir þetta taka samlokur við.
Ferðamennirnir eiga bara ekki orð,þeir segja við mig að þeir hafi borgað nær 8000.- kr fyrir einn rétt og eitt glas af víni stundum er þetta dýrara.Þetta held ég að fari mjög svo fyrir brjóstið á ferðamönnunum okkar,það vantar ekki að þeir eru hrifnir af landinu segja það stórbrotið.Þjónustan mjög góð og gisting líka en dýrtíðin gerir það að verkum að þeir hugsa sig tvisvar um,þegar þeir eru spurðir hvort þeir muni koma aftur.
Þetta er nokkuð sem við verðum að taka til athugunar ef við viljum vera samkeppnishæf á alþjóða markið hvað verðar ferðamenn.
Ísland fellur um sjö sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.3.2008 | 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Maí 2012
- Nóvember 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- ragjo
- gretaulfs
- harhar33
- kolbrunb
- gurrihar
- jp
- ekg
- toshiki
- bjorkv
- ingabesta
- otti
- leifurl
- haukurn
- reykas
- nonniblogg
- stebbifr
- juliusvalsson
- binni29
- mosi
- krissa9951
- kristjanma
- saethorhelgi
- thordursteinngudmunds
- malacai
- annaragna
- skinogskurir
- blues
- gattin
- brandarar
- elinora
- lucas
- kokkurinn
- handtoskuserian
- jonaa
- ketilas08
- ottarfelix
- sir
- pandora
- vefritid