Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Setti nýfætt barn sitt í frysti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 28.5.2008 | 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Obama gerði mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.5.2008 | 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þetta er ekkert einkamál okkar Reykvíkinga,þegar svona mannvirki eru byggð þau eru fyrir alla landamenn,og ekki síst fyrir landsbyggðabúa.
Ég sé framtíðina fyrir mér með nýrri samgöngumiðstöð þeim megin sem Loftleiðir er,þar verður hægt að tékka sig inn í flug,og taka rútu frá miðstöðinni út á landsbyggðina og á Hótelin í Reykjavík.Vitið þið að það er ekki boðið uppá rútuþjónustu á Hótelin,hvorki frá flugvellinum né til,viðkomandi verður að taka leigubíl,strætó eða ganga,þetta er þjónustuleysi .
Með frekari uppbyggingu samgöngumiðstöðvar Loftleiða megin,þá munum við auka við störf í ferðaþjónustu,en með flutning vallarins til Keflavíkur munum við fækka störfum svo um munar.Ég ætla ekki að telja upp öll þau störf sem eru í hættu ef hann verður fluttur,ég hef talið þau upp svo oft áður, en þetta þarf að hafa í huga þegar rætt er um flutning vallarins til Keflavíkur,það vill enginn missa vinnu,Keflavík er góður staður og gott fólk sem þar býr,en ég sé enga ástæðu til að færa þeim störfin okkar á silfurfati.
Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.5.2008 | 10:31 (breytt kl. 10:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Friðrik Ómar og Regína stóðu sig frábærlega vel,til hamingju.En,þetta stóra EN,það virðist vera sama hve vel sungið er og hve gott atriðið er það dugar ekki.Það dugar heldur ekki að skipta keppninni í þrjá hluta,því þegar kemur að því að kjósa í loka keppninni, þá kjósa allar þjóðir og sama rullan heldur áfram.
Ég hafði gaman af því að fylgjast með Spánska sjónvarpinu eftir keppnina,þeir voru ánægðir með sinn hlut,en þulurinn sem hefur verið sá sami í ein 40 ár sagði fyrir keppnina að Rússland,eða Grikkland myndu vinna og hann var sannspár,og hann sagði þetta ekki vegna gæði laganna,heldur vegna þess að þessi lönd hafa verið í efstu sætunum undanfarin ár og tími væri komin á þau að vinna.Það vildi hann meina að þetta væri bara pólitík.
Þetta var frábær skemmtun,og þegar kom að kosningu þá hafði ég mest gaman af Sigmari,hann var alveg pottþéttur með hverja einustu stigagjöf,hann vissi uppá hár hvað hvert landi myndi gefa,og hvað segir það okkur,jú það er hin eina stóra spurning ???
Söngvakeppnin gekk fram af Sir Terry | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | 25.5.2008 | 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ef Friðrik og Regína standa sig jafn vel og þau gerðu á fimmtudagskvöld,þá erum við örugg í einum af efstu sætunum.Þau fluttu sitt lag gífurlega vel. Áberandi var hve róleg og yfirveguð þau voru,enginn taugastrekkingur,það geislaði af þeim ánægja yfir því að vera á sviðinu,og það hefur örugglega hjálpað þeim.Þau eru sannir atvinnumenn bæði tvö.
Það sem mér finnst gaman af er hve mörg lönd eru með þjóðlegt,og syngja í sínu tungumáli.Portúgal er mitt uppáhald fyrir utan Ísland,Frakkland er með gott lag og gömlu karlarnir frá Króatíu held ég.En mér finnst að hvert land ætti að syngja á sínu tungumáli,þá fær maður betur að kynnast landi og þjóð.
Ég hlustaði á Andreu og Pál Óskar í gær í útvarpinu,þar fóru þau inná hve margir gera grín af þessari keppni.Ég get ekki skilið þegar fólk leyfir sér að gera grín,ekki er gert grín af fótboltakeppni,eða handboltakeppni,danskeppni eða hvaða keppni sem er.Í lít á slík grín sem hreina og beina móðgun við listamennina,við megum ekki gleyma því að þetta eru yfirleitt atvinnu söngvarar sem leggja dag og nótt til að gera vel,sumum tekst vel upp öðrum ekki,en það er ekkert til að gera grín af.Ég t.d. horfði á sænska sjónvarpð þar sem Sænskir spekingar voru að dæma lögin í keppninni,þegar þeir horfðu á Portúgalska lagið þá hlógu þau allan tímann,þvílík vanvirðing við söngkonuna,og þekkingarleysi,svona á enginn að leyfa sér og alls ekki í sjónvarpi.Áfram Íslandi.
Fegin að Dustin datt út" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | 24.5.2008 | 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Satt er það að rignt hefur mjög lítið á Spáni þetta árið,svo ástandið er mjög slæmt á mörgum stöðum.Þetta kennir manni að við lifum við forréttindi hér á Íslandi,eitthvað sem okkur finnst vera sjálfsagt mál.Hvenær dettur okkur í hug að við þurfum að spara vatnið,láta ekki renna endalaust ég er hrædd um að sú hugsun sé sjaldgæf hér á landi.Börnin á Spáni eru alin upp við það að láta vatnið ekki renna stöðugt þegar þau þvo sér eða bursta í sér tennurnar,og þegar við dveljumst á hóteli þar í landi þá er beiðni frá stjórnendum að spara vatnið.
Ég man eftir því þegar við vorum að vinna sem farastjórar í Benidorm,í kringum 1976-1979 þá var ástandið mjög slæmt,það var einfaldlega rennandi hreinsaður sjór í krönunum,og ég man eftir vatnsbílunum sem komu á hverjum degi á hótelin,það var hræðilegt ástandi,eftir að ég hætti að vinna í Benidorm þá kom ég þar ekki í 20 ár,ég var búin að fá mig kokfulla af vandræðum. Farþegarnir veiktust í hrönnum ég held að læknarnir hafi aldrei lent í öðru eins ástandi.Á eftir sturtu þá kom maður hvítari en eftir heilan vetur á íslandi,það var svo mikið salt í vatninu,ekkert skrítið hreinsaður sjór.
Ég hef lært að hugsa sem Spánverji hvað varðar vatnið,ég reyni að spara það,og núna er aðalferðamanna tíminn byrjaður,ég bara vona að við íslendingar spörum vatnið fyrir Spánverja á meðan við erum gestir í þeirra landi,og muna að kaupa vatn í brúsum fyrir kaffið.
Drykkjarvatn til Barcelona | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | 13.5.2008 | 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Borgarstjórnarflokkurinn er í sárum og hefur verið plástraður saman,ég efast stórlega að plásturinn muni græða þessi sár,og það mun bitna á flokknum í heild þegar kemur að næstu kosningum.Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins er eins og höfuðlaus her,það veit enginn hver tekur við af Ólafi sem borgarstjóri það er eitt sem þarf að ákveða og það strax.
Ég er ekki viss um að það dugi að tala við grasrótina,þ.e.hverfafélögin, þau hafa ekkert vald til breytinga.Hugarfarsbreyting verður að gerast innann borgarstjórnarflokksins,og hann verður að sýna samstöðu og ekki bara í orði einnig í verki.
T.D: finnst mér skrítnir gjörningar í sambandi við flugvöllinn í Reykjavík,borgarstjóri vill hafa flugvöllinn áfram á meðan nokkrir í meirihlutanum vilja hann burt,væri ekki tími til kominn að sýna samstöðu í þessu máli og gefa skýrar yfirlýsingar annaðhvort af eða á,það væri byrjunin.
Ástandið veldur sjálfstæðismönnum áhyggjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.5.2008 | 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslenskar bækur í frönskum apótekum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 11.5.2008 | 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef svo verður raunin að Frú Clinton verði ekki útnefnd,þá má segja að nýir tímar séu að byrja ekki bara hjá Bandaríkjamönnum heldur heiminum öllum.Þetta veður mikill styrkleiki fyrir blökkumenn þar í landi,bilið á milli hvítra og blökkumanna er að styttast sem betur fer.Enda hefur maður séð að blökkumenn hafa gengt mörgum mjög mikilvægum embættum í gengum árin.En samt sem áður spyr maður sig hvort Bandaríkjaríkjamenn séu í raun tilbúnir,og ég vona svo sannarlega að hann verði ekki drepinn áður en til kosninga kemur.
Búið spil fyrir Clinton? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 11.5.2008 | 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ef leitað er vel þá er enginn hörgull á þessari þjónustu hér á landi,því miður.Og það sem verst er, að innan um þessa flóru má finna allar tegundir af konum sem reyna að drýgja tekjur sínar á (auðveldan hátt) eða miklar tekjur á stuttum tíma.Flóran er sennilega margvísleg stúlkur í lyfjanotkun,stúlkur í framhaldsnámi og íslenskar húmæður.
Til Íslands til að veita kynlífsþjónustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | 10.5.2008 | 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Maí 2012
- Nóvember 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- ragjo
- gretaulfs
- harhar33
- kolbrunb
- gurrihar
- jp
- ekg
- toshiki
- bjorkv
- ingabesta
- otti
- leifurl
- haukurn
- reykas
- nonniblogg
- stebbifr
- juliusvalsson
- binni29
- mosi
- krissa9951
- kristjanma
- saethorhelgi
- thordursteinngudmunds
- malacai
- annaragna
- skinogskurir
- blues
- gattin
- brandarar
- elinora
- lucas
- kokkurinn
- handtoskuserian
- jonaa
- ketilas08
- ottarfelix
- sir
- pandora
- vefritid