Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Tökum með vara það sem Sky fréttastofa segir um málið.

Ég get ekki trúað öllu sem Sky fréttastofa segir um mál McCann fjölskyldunnar,ég fylgist með málinu í gegnum spönsk og portúgölsk blöð og trúi þeim frekar en uppsláttar fréttum frá Sky.Ég hef hvergi séð hvorki í sjónvarpi né blöðum ásökun um að Madeleine litla hafi verið grafin á Spáni,það er einfaldlega verið að rannsaka ferðir hjónanna til Huelva á suður Spáni,ekkert annað,alveg eins og lögregla í Portúgal vildi rannsaka kirkjuna þar sem McCann hjónin fóru í og höfðu lykil að.Það er ekkert óeðlilegt við að rannsaka hjónin,þau eru jú grunuð og foreldrar Madeleine litlu.


Þetta var ekki Madeleine McCann.

Þegar ég bloggaði um þessa frétt í gærkvöldi,þá fannst mér það ólíklegt að stúlkan á myndinni gæti verið af Madeleine litlu,en alltaf má samt vona.í framhaldi af þessarri frétt spyr ég,er Madeleine McCann eina barnið sem hefur horfið í heiminum?, sú umfjöllun sem málið hefur fengið er hreint og beint ótrúlegt,ég er engin undantekning,því ég hef bloggað mikið um þetta mál.Hvers vegna hafa önnur má þar sem börn hafa horfið ekki fengið sömu umfjöllun,hvað gerir það að verkum er það vegna þess að foreldrarnir eru af efri miðstétt,og Breskt þjóðfélag getur ekki kyngt því að svona lagað gerist hjá efri stéttar þegnum.Eða er það vegna þess að einhver er að reyna að rugla fyrir rannsókninni með sífelldum nýjum uppákomum.Að foreldrarnir skuli getað ráðið til sín einkaspæjara,og ekki af verri endanum því þeir hafa starfað bæði í Bandaríkjunum og á Bretlandi,og að hafa talsmann sem starfaði fyrir Bresku ríkistjórnina,málið er rekið eins og fyrirtæki,ótrúlegt svo ekki sé meira sagt.Óskandi væri að öll þau börn sem horfið hafa í heiminum sitji við sama borð.
mbl.is Veruleg vonbrigði að myndin reyndist ekki vera af Madeleine
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

N um Madeleine McCann litlu.

Á hverjum degi koma ný og ný gögn í ljós,eitt af því sem rætt er um er að McCann hjónin hafi ráðið til sín sérsveitamenn Breska flughersins, Special Air Service, Control Risk Group CRG ,til að leita að Madeleine litlu.Þessi sérsveitahópur mun haga leitinni á öðrum nótum en Portúgalska lögreglan það er hún mun einblína á önnur lönd eins og t.d. Spán og Marokkó.sjá slóð: http://www.elmundo.es/elmundo/2007/09/24/internacional/1190620242.html

Einnig það að foreldrarnir hafi ekki litið eftir börnunum á meðan þau voru að borða og skemmta sér,það er margt sem getur gerst þegar fólk er að skemmta sér í hóp með öðrum.McCann hjónin sögðu að hópurinn hefði skipst á að líta eftir börnum hvers og eins,en síðar kom í ljós að svo var ekki,einn úr hópnum sagði að hvert foreldri hefði litið eftir sínum börnum.Málið er orðið það ruglingslegt að maður veit ekki lengur hverju maður á að trúa.Errm


mbl.is „Foreldrar Madeleine yfirgáfu ekki veitingahúsið"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

N um Madeleine McCann.

Tveir segjast hafa séð Madeleine  McCann í Marokko,og bæði sögðust þau hafa séð hana í Marrackeh nálægt Hótel de Marrakech.Önnur er Norska stúlka sem segist hafa séð hana í júní nálæt hótelinu,hún hafi litið illa út í fylgd með karlmanni og talað lýtalausa ensku,hún á að hafa beðið um að fá að sjá móðir sína,hinn sem segist hafa séð hana er enskur ferðamaður og hann sá hana einnig nálægt sama hóteli.sjá slóð. http://www.elmundo.es/elmundo/2007/09/23/internacional/1190527736.html


mbl.is Milljónamæringur ætlar að veita McCann-hjónunum aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hillary Clinton þarf að verja sig.

Sagt er að samkeppnin um útnefningu um forsetaframbjóðenda Demókrata fari fram kurteisilega,það er ekki allskostar rétt,því að í El Pais í gær kom fram grein þar sem hún var að verja sig gegn ásökunum um það að hún væri lesbísk,allt er notað til að koma óorði á mótframbjóðendur.En verði Hillary Clinton valin þá eru spennandi kosningar framundan í Bandaríkjunum,þar sem hún gæti orðið fyrsti kvenforseti þjóðarinnar,það yrði mikill áfangi.W00t
mbl.is Hillary Clinton sætir vaxandi gagnrýni keppinauta sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sendimenn dauðans ...

Þeir stóðu stoltir með LJÁRINN í hendinni á lúxus skútu sem þeir höfðu tekið á leigu,þeir sigldu um höfin blá að safna efni dauðans til að fullkoma verk sitt,að dreifa hinu mannskemmandi efni til ungmenna hér litlu eyjunni Íslandi.Þetta var þaul skipulagt,jú það átti að eyðileggja líf margra ungmenna fara í skóla og fara á skólaböll,í frímínútur og bjóða ungdómnum skammtíma gleði. Hvar er fjölskyldufaðirinn sem er búinn að fjármagna þessa flutninga,hann er einhverstaðar úti í bæ,enginn veit af honum hann sefur rólega með óskemmdri fjölskyldu sinni,því miður.Police Bandit
mbl.is Rúmlega sextíu kíló af amfetamíni og e-töflum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég fagna þessarri herferð Spánverja...

Þetta er góð tilraun hjá Spánverjum að koma með svona auglýsingar til að letja væntanlega innflytjendur til að leggja í þetta stórhættulega ferðalag.Innflytjenda mál er mikið vandamál á Spáni,að ströndum Spánar streyma að ólöglegir innflytjendur á smá kænum daglega,og eru þær svo yfirfullaraf fólki að lygilegt er,það sorglega við þetta er það að þetta fólk er búið að greiða samlöndum sínum sem skipulögðu ferðina stórfé til að komast.Stjórnvöld reyna eftir bestu getu að hjálpa fólkinu en það er aldrei nóg,það er eins og þegar verið er að fylla brunn af vatni sem hefur engan botn,hann fyllist aldrei.Þeir sem fylgjast með  Spænskum fréttunum fyllast óhug að sjá hvað blessað fólkið leggur á sig til að veita sér og sínum betra líf.Um borð í bátunum er að finna heilu fjölskyldurnar og oft á tíðum ná þessir yfirfullu bátar ekki að landi og þá farast flestir sem er um borð.Þetta er svo sorglegt að það er varla hægt að lýsa því.Svo þegar þetta blessað fólk fær einhverja fótfestu á Spáni, þá fá þau vinnu við lélegustu störfin.Ég hef oftar en einu sinni lent í því að veitingarstað að karlmaður frá Afríku kemur inn á veitingarstaðinn og er að reyna að selja úr,DVD diska,sólgleraugu,styttur frá sínu heima landi og fl.og yfir 1-2 klt sem ég hef setið á veitingarstaðnum hafa ekki bara einn Afríkubúi komið þeir haf verið allt upp í 10 og ekki selja þeir mikið.Misjöfn eru gæði fólks í heiminum,sorglegt er að vita til þess að til skuli vera  fólk sem þarf að leggja líf sitt og fjölskyldu sinnar í hættu til að lifa mannsæmandi lífi.Crying
mbl.is Spænsk auglýsingaherferð gegn ólöglegum ferðum frá Afríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

N um McCann málið...

Nú segjast foreldrarnir ætla að rjúfa þögnina og sega frá því hvernig erfðarefni úr Madeleine litu komst í bílaleigu bílinn.Þau verða í raun að fara að opna sig,portúgalska lögreglan kvartar yfir því að þau séu loðin í svörum og hafa ekki svarað 40 spurningum sem lagðar voru fyrir þau,nú hefur portúgalska lögreglan farið fram á að breska lögreglan spyrji hjónin út í þessar spurningar,sem þau væntanlega svara.Ég álít að það sé mjög auðvelt fyrir þau að segja hvað sem er í sambandi við erfðarefnin,að þau komi úr tvíburunum,ég veit ekkert um erfðarefni en ég hélt að hver manneskja ætti sín eigin erfðarefni,kannski er það vitleysa í mér.Ef þau eru fullkomlega saklaus af hverju þurfa þau að ráða til sín frægasta og væntanlega dýrasta lögfræðing Bretaveldis,þann sem varði fyrrverandi einræðisherra  Chile,og ekki hann neinn engill,hann var hreinn og beinn glæpamaður.Hjónin eru saklaus þar til sekt er sönnuð,en óneitanlega finnst mér þetta mál vera eins og allsherjar drullupollur,og þar hjálpa hjónin ekki til,því þau koma ekki alveg hreint fram,og á meðan svona er þá halda þau áfram með auglýsingaherferð til að leita að Madeleine litlu.Þó svo að ég trúi hjónunum ekki alveg,þá skiptir mitt álit engu,en ég vona svo sannarlega að barnið finnist á lífi og að hjónin séu saklaus.
mbl.is Foreldrar Madeleine sögð ætla að rjúfa þögnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jakkafata,dragta og annað vinnufólk ...

Ég hef verið að velta því fyrir mér,hvernig standi á því að þeir sem vinna í bönkum,kaupþingum og öðrum líkum stofnunum séu með þrefalt meiri laun en þeir sem eru að passa börn þeirra og okkar.Ég hefði haldið að börnin okkar væri það mikilvægasta og þau ættu skilið það allra besta sem hægt væri að útvega þeim, en svo virðist ekki vera fyrir ákveðinn hóp í þjóðfélaginu,og þá á ég við þá sem stjórna launamálum landsmanna.Ég á ekki orð,hvernig er þetta hægt að þeir sem passa peningana okkar séu með margfalt hærri laun en leikskólakennari,og grunnskólakennari.Svo er orðið í þessu og öðrum þjóðfélögum að við menntum okkur alltaf meir og meir og vitaskuld viljum við nota okkar menntun jafnt konur sem karlar,afleiðingin verður sú að börnin þurfa að vera lengri og lengri tíma í pössun á leikskólum og eftir að þau eru komin í skóla þá þurfa þau að vera í skólapössun til kl 17.00.Þetta segir okkur að við erum með börnunum okkar aðeins nokkra tíma á dag á meðan þau borða ,morgunverð og kvöldverð.Hverjir eru þá með börnunum okkar,jú það er starfsfólk leikskólanna og grunnskólanna,starf þeirra er það mikilvægt að þau eiga skilið að fá mannsæmandi laun.Við foreldrarnir ásamt þessum starfshópi sem ég nefndi eru þau sem koma börnum okkar til manns og hjálpum þeim að velja rétta leið í framtíðinni,svo ég gleymi ekki ömmunum og öfunum,(það verður bloggað um það sér).Ég skora á stjórnvöld að greiða þessum starfshópum sem sjá um börnin okkar góð laun,til þess að í framtíðinni komi ekki til þessi vandræði sem verið hefur til þessa vegna lágra launa.

Farin heim.!

Þá er McCann fjölskyldan farin heim í  raun skil ég ekki ástæðuna,kannski vegna þess að þau vilja vera heima hjá sér ef þau verða ákærð og taka út dóminn þar í bresku fangelsi,en við skulum vona að til þess komi ekki.Það hlýtur að gera rannsóknina erfiðari þar sem þau eru ekki til staðar.Mér hefur ekki líkað sú umræða sem  hefur verið í gangi, að Portúgalska lögreglan standi sig ekki,við megum ekki gleyma því að Breska lögreglan tekur líka þátt í rannsókninni,m.a. með rannsóknar hundum sem leituðu í íbúðinni eftir vísir af erfðarefnum.Þau gögn sem fundust voru send til Bretlands og rannsökuð þar.Svona neikvæð umræða,sem jafnvel birtis í blöðum erlendis og heyrist t.d. frá  fjölskyldu McCann er ekki af hinu góða,við getum ekki litið á svona rannsókn eins og við værum að horfa á Bandaríska bíómynd þar sem allt er svo létt og sökudólgur finnst á "no time".Það síðasta sem maður les er það að Portúgalska lögreglan hafi komið fyrir í íbúðinni og í bílnum þeim erfðarefnum sem fundist hefur,hvernig er hægt að saka lögregluna um slíkt,við sjáum þetta í sjónvarpsþáttum eins og Law and Order og öðrum slíkum þáttum en ekki í raunveruleikanum ég vil ekki trúa því.
mbl.is Foreldrar Madeleine á heimleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

María Anna P Kristjánsdóttir
María Anna P Kristjánsdóttir
Góð er bætandi hönd,ill er spillandi tunga

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband