Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
Þessa dag er minnst á Spáni og víða sem sorgardagur,þegar Ítalskar hersveitir og þýskar jöfnuðu Guernica bæinn nær við jörðu. í dag er sagt að enn heyrist í hríðskotabyssunum sem dundu á bænum,og þeir sem hafa áhuga á dulrænum málum hafa rannsakað þessi hljóð sem þar heyrast. En hvað varðar borgarastyrjöldina sem Spánn þurfti að ganga í gegnum,þá var hún hræðileg upplifun fyrir Spönsku þjóðina.Fjölskyldum var tvístrað,bræður börðust þeir voru ekki spurðir með hverjum þeir vildu berjast, nei þeim var skipt upp í lið.Listar gengu um í þorpum með nöfnum þeirra sem átti að taka af lífi,krikjgarðar bera þess enn merki þar sem aftökurnar fór þar fram, veggirnir eru hlaðnir byssuskotum. Fjölskyldur höfðu ekki mat fyrir sig og sína,mæður gengu stundum 90-100 km með yngst barnið til að faðirinn fengið að líta það augum,þetta gerðist fyrir 70 árum. Í dag eru lönd sem enn eru að ganga í gegnum þessar hörmungar,að það skuli ekki vera hægt að koma í veg fyrir þetta árið 2007,það er líka sorglegt.
Sjötíu ár liðin frá árásinni á Guernica | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.4.2007 | 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég legg til að skylda alla þá sem eru að læra að aka í dag að prufa þessi tæki sem eru til sýnis í Forvarnarhúsi Sjóvá,þar sem hægt er að kynnast þeirri hættu þegar ekið er undir áhrifum áfengis og hraðakstri, ég held að það yrði ansi lærdómsríkt.
Umferðaröryggi á heimsvísu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.4.2007 | 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Viðurlög við umferðarlagabrotum hert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.4.2007 | 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég las grein í einu dagblaði að hægt væri að kjósa til alþingiskosninga á KLÖRU BAR sem allir eiga að þekkja á Kanaríeyjum. Að mörgu leyti finnst mér þetta gott mál en ekki að öllu leyti,hugmyndin á bak við þetta er góð .Þetta hjálpar þeim sem vilja kjósa og eru staddir erlendis,þ.e.a.s. þeir sem eru í hópferðum og eru kanski 300-400 manns á staðnum,ef ekki væri hægt að kjósa hjá Klöru þá þyrftu þeir eftilvill að leita uppi konsúl sem er oft í öðrum bæjarhluta eða í annarri borg, svo þurfa þeir sem hafa kosið að senda sín atkvæði sjálfir með pósti. Ég þekki þetta sjálf að eigin raun, ég bjó í Montpellier í Frakklandi í 2 ár,seinna árið voru alþingiskosningar og þurfti ég að fara um 200 km til að geta kosið, sem ég gerði að sjálfsögðu ekki,þar töpuðust 2 atkvæði míns og mannsins míns.Ég er ekki beint hrifin af því að þeir sem vilja kjósa á Kanarí þurfi að kjósa á bar,aðrir möguleikar ættu að vera til staðar,í raun er ég alveg hissa á utanríkisráðuneytinu að sjá ekki um að koma fyrir kosningaskrifstofum á þessum stöðum þar sem flestir íslendingar eru á sólarlandaströnd, það er ekki víst að Valgerður utanríkisráðherra geri sér grein fyrir því að á þessum tíma árs eru um 1200-1500 manns jafnvel meira, að spóka sig í sólinni. Ég er alveg viss um að það er hægt að koma þessu í framkvæmd með hjálp ferðaskrifstofana,og þá einum starfsmanni til að sjá um að kosningin fari löglega fram, og þetta ætti ekki að kosta mjög mikið því skrifstofan þarf aðeins að vera opin í 2-3 vikur. Ég legg til að þeir sem eiga að sjá um þessi mál taki þetta til athugunar, og þá núna strax fyrir þessar kosningar það er enn tími.
Stjórnmál og samfélag | 25.4.2007 | 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er ekki hægt að lýsa þeirri sorg, að horf á hús frá 19 öld í Austurstæti og Lækjargötu brenna til kaldra kola,í Austurstræti 20 var verslun til húsa þegar ég var stelpa og man ég eftir því að þegar viðskiptavinur borgaði þá voru peningarnir settir í hólk og sendir í röri upp á næstu hæð, síða kom afgangurinn til baka sömu leið. Ósjálfrátt fer maður að rifja upp svona gamlar minningar þegar maður horfir upp á þessi gömlu hús brenna,einnig fer maður að hugsa, hvað verður nú, eiga eftir að rísa glerhús á þessum stað eins og eru að rísa um alla borg. Slökkvuliðið er búið að standa sig eins og hetjur og eiga þeir þökk fyrir það,við þessar erfiðu aðstæður.
Slökkviliðsstjóri boðar til fréttamannafundar; byrjað að rífa Austurstræti 22 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.4.2007 | 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórnmál og samfélag | 17.4.2007 | 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Stjórnmál og samfélag | 14.4.2007 | 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stjórnmál og samfélag | 12.4.2007 | 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mikið hefur þjóðfélagið breyst hvað varðar opnun um Páskahátíðina. Ég man eftir því þegar allt var lok, lok og læs á Skírdag og á Föstudaginn langa. Síðan byrjuðu sumar verslanir að opna í nokkra klt á Skírdag og það lá við að manni fyndist það vera Guðlast. Allir veitingastaðir voru lokaðir, og sennilega hafa þeir ferðamenn sem ferðuðust hingað á þessum árum þurft að koma með nesti með sér, eða einfaldlega svelt. En í dag með þessum nyju verslunarháttum, þar sem ekkert er heilagt lengur, eru matvöruverslanir opnar t.d. á Skírdag og jafnvel sumar verslanir hafa verið opnar á Föstudaginn langa.Vídeoleigur hafa haft opið um helgidagana.Veitingastaðir hafa haft opið,sem er sjálfsagt. Þar sem ég vinn með ferðamönnum,og hef gert mjög lengi, veit ég að þeir eru mjög hissa á allri þessari lokun hjá okkur, ég hef reynt að segja þeim að þetta séu helgidagar og ekki sé óeðlilegt við lokunina, en þeir vilja bara fá sitt, komast á veitingastaði og í verslanir, nú eru þeir glaðir því það er svo miki opið.Ég skil í raun að það er erfitt að loka í 4 daga alveg, ekki hægt að nálgast það sem gleymst hefur og ískápurinn er ekki nógu stór fyrir 4 daga innkaup(ég veit ekki hverning við fórum að hér áður fyrr) einnig fyrir þá sem vilja komast á veitingastaði, og ekki síst vegna stór fjölgunar á ferðamönnum hingað til lands á öllum tímum, , þá þurfum við að hafa sveigjanlegri á opnunartíma, EN þetta stóra EN við verðum líka að bera virðingu fyrir helgidögum og hafa verslanir og sjoppur lokaðar á FÖSTUDAGINN LANGA OG Á PÁSKADAG.
Dægurmál | 8.4.2007 | 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þetta er sorgarsjón, að eitt af virðilegi eldri húsum Reykjavíkur,Hljómskálinn við Fríkirkjveg, skuli vera notaður undir veggjakrot. Þetta er vandamál sem hefur aukist smátt og smátt undanfarin ár,og sama hvar ber við í Reykjavík og þar sem auður veggur er,þar er komið veggjakrot. Ég skil vel að þessir upprennandi listamenn þurfa að tjá tilfiningar sínar og láta í ljós hæfni sína, og ég neita því ekki að oft eru þetta hin glæsilegustu listaverk, EN þau eiga ekki að vera á húseignum einsog Hljómskálanum,Það þarf nauðsynlega að finna stað fyrir þessa listamenn, svo þeir geti fengið útrás á hugmyndum sínum. Lúðrasveit Reykjavíkur, ætti ekki að þurfa að eyða sínum peningum í að mála húsið aftur og aftur.
Höfum varla efni á að mála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.4.2007 | 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Maí 2012
- Nóvember 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- ragjo
- gretaulfs
- harhar33
- kolbrunb
- gurrihar
- jp
- ekg
- toshiki
- bjorkv
- ingabesta
- otti
- leifurl
- haukurn
- reykas
- nonniblogg
- stebbifr
- juliusvalsson
- binni29
- mosi
- krissa9951
- kristjanma
- saethorhelgi
- thordursteinngudmunds
- malacai
- annaragna
- skinogskurir
- blues
- gattin
- brandarar
- elinora
- lucas
- kokkurinn
- handtoskuserian
- jonaa
- ketilas08
- ottarfelix
- sir
- pandora
- vefritid