Færsluflokkur: Bloggar
Ég vil að vel sé tekið á móti útlendingum sem koma hingað í atvinnuleit og vilja setjast hér að,en ég hef alltaf sagt það og segi enn að þeir eiga að aðlagast okkur,ekki við þeim.Ef þeir þurfa að fara til læknis þá verða þeir að fara með einhvern sem talar okkar tungumál,og þeir eiga að hafa allar tryggingar í lagi.
Ástand aldraða hér á landi er ekki eins gott og við viljum vera að láta,því væri það óska staða mín að þessir peningar sem eiga að fara í stofnun sérstakrar deildar fyrir útlendinga verði látnir renna til öldrunarmála.
Vita yfirvöld yfirleitt hvað er best fyrir aldraða.Hefur einhvern tíman verið tekin úttekt á því hve sparnaðurinn er mikill á meðan öldruðum sjúklingi er hjúkrað af maka sínum á þeirra eigin heimili,nei ég held að yfirvöld hafi ekki hugmynd um það,en ég er viss um að það eru dágóðar upphæðir.
Það er sorglegt að vita til þess að ástandið í vistun fyrir sjúka eldri borgara sé í slíku ástandi að maki viðkomandi sjúklings missi sjálfur heilsuna vegna þess álags sem lagt er á hann.
Talað er um heimahjúkrun,það er gott og blessað svo langt sem það nær.Í sumum tilfellum hentar heimahjúkrun en ekki í öllum,ég geri ráð fyrir að hún henti sérstaklega ef sjúklingurinn er rúmliggjandi,en þeir eru það ekki allir,en þurfa á allri hjálp að halda samt.
Á hverjum lendir þessi hjálp sem ég nefndi,jú á makanum.Í tilfelli sem ég þekki þá þarf makinn að hjálpa á öllum sviðum,klæða,raka, lyfin,þvo,baða,mata,hjálpa með gang og jafnvel lyfta upp af gólfi þegar sjúklingurinn hefur fallið aftur fyrir sig beint á gólfið.Svo þegar talað er um vistun á heimili fyrir sjúklinginn þá eru allar dyr lokaðar,og margra ára bið, er þetta það sem við viljum bjóða okkar foreldrum ,ömmum og öfum og jafnvel ef ekkert verður gert í málunum þá bíður okkar ekkert betra.
Ég vona bara að okkar ágæti heilbrigðisráðherra taki mið af því sem er að gerast í þjóðfélaginu,og láti þessi mál hafa forgang,því gamla fólkið okkar á betra skilið.
Sér heilsugæsla fyrir útlendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 17.1.2008 | 12:21 (breytt kl. 13:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Skyndifriðun beitt á Laugavegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.1.2008 | 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Hvernig geta þau gert sér og stúlkubarninu þetta,að ættleiða barn og ala það upp í sjö ár og skila því til baka vegna þess að það aðlagast ekki hollensku samfélagi og siðum,það er eitthvað að þessu fólki.
Ef fólk tekur ákvarðanir að ættleiða börn frá öðrum löndum þá verða það að gera vel upp sinn huga áður en þau taka þetta stóra skref og taka öllum þeim erfiðleikum sem því fylgir.Þau eiga einnig að njóta þeirrar ánægju að vera foreldrar,því það hefur verið megin tilgangur þeirra með ættleiðingunni.
Börn eru bara börn og sama hvar þau eru,þau samlagast því þjófélagi sem þau alast upp í,en ef þessi litla stúlka hefur ekki samlagast þá er það væntanlega foreldrunum að kenna,þau hafa ekki sjálf aðlagast þjóðfélaginu með barn sem lítur öðruvísi út en þau sjálf,ef þau ganga um með barn frá Asíu þá veit almenningur að þetta er barn sem hefur verið ættleitt,og kannski er það sem er að,þau hafa ekki haft nógu sterkar herðar til að bera þá ábyrgð að vera öðruvísi.
Ég vona bara að blessað fólkið sjái sig um og ákveði að vera foreldrar í raun þessarar litlu stúlku,ég vorkenni þeim fyrir að taka þessa ákvörðun því þau eiga eftir að lifa með hana alla æfi og það getur ekki verið létt.
Reyna að lægja reiðiöldu vegna ættleiðingarmáls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.12.2007 | 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þegar sápukúlur eru blásnar upp þá springa þær fljótlega,er það ekki það sem er að gerast núna í Íslensku þjóðfélagi.Margar sápukúlur hafa verið blásnar upp síðastiðin ár,og nú eru þær að springa.
Þær haf ekki verið blásnar upp með öryggi til þess að gera gott fyrir þjóðfélagið í heild,aðeins fyrir nokkra einstaklinga og það gengur ekki til lengdar.
Ég er svo gamaldags í hugsun,ég hef alltaf haldið að þegar við fjárfestum í einhverju þá þurfum við að eiga viss mikið að reiðufé til að leggja fram síðan gera áætlun hve mikið við getum greitt á mánuði til að gera raunhæfa fjárfestingu.Ég held að ekki fari vel að fjárfesta eingöngu með lánsfé,þá springur sápukúlan.
Hafa misst trúna á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.11.2007 | 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég er hrifin af þessu frumvarpi sem Steinunn Valdís Óskarsdóttir lagði fram um að orðið ráðherra yrði breytt,svo að konur yrðu ekki kallaðar herra.Orðið Ráðherra má segja að sé stöðutákn,og eigi fyrst og fremst við þá virðingastöðu sem viðkomandi einstaklingur gegnir,en enga að síður er ekki ástæða á 21 öldinni að kalla konur herra.
Orðið ráðherra er ekki eina orðið í íslenskri tungu sem þetta á við,en í dag eru breyttir tímar og það þarf bara að gefa þessu tíma og breyta því smátt og smátt.
Ég vil koma með tillögu,ég legg til að við höldum orðinu RÁÐHERRA fyrir karlmenn, en fyrir kvenmenn RÁÐKVINNA.
Bloggar | 24.11.2007 | 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þetta er ekkert smá hópur sem ánetjast eiturlyfjum,og því miður virðist alltaf vera fleiri og fleiri sem falla fyrir þessu.
Oft spyr ég sjálfa mig,hvað gerir það að verkum að ungir gamlir, eldgamlir,konur og karlar ánetjast þessum viðbjóði.Hvernig stendur á því að þetta fólk vill lifa í heimi óraunveruleikans.Er lífið svona slæmt hjá sumum að ekki sé möguleiki fyrir þá að horfa réttum augum á hið raunverulega líf,sem oft á tíðum er síður en svo skemmtilegt?
Á líf alltaf að vera skemmtilegt,þurfum við ekki að ganga í gegnum allskonar raunir til að geta lifað lífinu? Er það ekki einmitt aðalskemmtunin, að geta tekist á þær raunir sem á herðar okkar er lagt,og sigrast á þeim,það tekst ekki alltaf en mjög oft,og þegar sigurinn er unninn þá ætti okkur að líða vel í heimi raunveruleikans.Það er þetta sem okkur er ætlað,ekki að flýja á vit eiturlyfja, sem gerir ekkert annað en að skapa óraunverulegan heim og óhamingju hjá viðkomandi einstaklingi og þeim sem stendur honum næst.
4,5 milljónir Evrópumanna notuðu kókaín á síðasta ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 22.11.2007 | 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Formleg rannsókn á fjármálum Chirac | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 22.11.2007 | 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég gerðist forvitin og fór inn á þessa síðu,þvílíkur viðbjóður.Hvernig getur nokkur maður álitið einn kynstofn betri en annan, ég bara spyr ? Hafa verið gerðar einhverjar fræðilegar rannsóknir á því ? Og hver segir að við hvítingjarnir séum stórkostleg ?
Fyrst ég er að spyrja þá held ég áfram,hvernig kynstofn er það sem getur gert svona síðu,er það ekki kynstofn sem heldur sig vera hátt yfir aðra kominn,er með kalt hjarta og auma sál.
Rannsókn hafin á kynþáttanetsíðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.11.2007 | 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Hjón drukknuðu er þau reyndu að bjarga börnunum sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 23.10.2007 | 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sorglegt er að vita til þess að stjórnvöld hafa ekki stórar áhyggjur þó svo að þeirra eigin börn og barnabörn fái ekki það sem þau eiga skilið,þar er góða kennslu í skólunum,góða og umhyggjusama kennara.
Við borgum töluverða skatta í þessu þjóðfélagi,og það er skilda að börnin okkar gangi í skóla frá 6 ára aldri til 16 ára,en ef ekki fást vel lærðir kennarar og vel lært almennt starfsfólk,vegna þess að launin eru léleg þá spyr maður sig,í hvað fara skattpeningarnir ?
Kennarar eru ásamt foreldrunum meðuppalendur baranna okkar,þeir eru hátt upp í jafn langan tíma a dag með börnunum okkar,þeir þekkja börnin okkar vel vita um alla þeirra kenjar og siði,og oft á tíðum hafa það verið kennarar sem benda foreldrum á ef eitthvað misferli er í þroska barnsins.Að slík störf skuli ekki vera metin í launum og borin virðing fyrir er í raun til skammar.
Af hverju ættu önnur störf að vera betur launuð en kennarastarfið,og af hverju hefur virðing á þessu starfi farið niður á við.? er það vegna þess að kennarar eru í aðeins meira fríi á sumrin en við hin,það er léleg afsökun, sumum finnst kennarar ekki vinna neitt,líka léleg afsökun.Það fer alltaf fækkandi þeim kennurum sem vilja vinna við þetta hugsjónarstarf,og þegar þeir fáu sem eftir eru segja hingað og ekki lengra þá erum við komin í slæm mál.Ég er mest hissa á því að kennarar skuli ekki vera komnir í það sem er kallað ÚTRÁS.Það er í tísku í dag.
Skólastjórar segja ekki lengur hægt að halda úti lögboðinni kennslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 19.10.2007 | 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Maí 2012
- Nóvember 2011
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- ragjo
- gretaulfs
- harhar33
- kolbrunb
- gurrihar
- jp
- ekg
- toshiki
- bjorkv
- ingabesta
- otti
- leifurl
- haukurn
- reykas
- nonniblogg
- stebbifr
- juliusvalsson
- binni29
- mosi
- krissa9951
- kristjanma
- saethorhelgi
- thordursteinngudmunds
- malacai
- annaragna
- skinogskurir
- blues
- gattin
- brandarar
- elinora
- lucas
- kokkurinn
- handtoskuserian
- jonaa
- ketilas08
- ottarfelix
- sir
- pandora
- vefritid